Þarf flugsæti fyrir sellóið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 10:45 "Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir Steiney. Vísir/Anton Brink Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira