Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 19:00 Eyrún Björg Jónsdóttir hjá bráðamóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir að reynsla undanfarinna ára sýni að liðið geti nokkrir dagar frá broti þar til þolendur leiti til neyðarmóttökunnar. „Núna hafa leitað þrjár konur hingað og það voru brot sem voru framin í Vestmannaeyjum. Það er oft þannig að oft fólk leitar til okkar seinna, það er kannski ekki að koma um helgina eða strax eftir helgina heldur nokkrum dögum seinna.“ Hún minnir á að best sé að leita til móttökunnar sem allra fyrst. Til að auka líkur á að finna sakargögn. Þjónusta við brotaþola sem koma á neyðarmóttökuna er margvísleg. Framkvæmd er réttarfræðileg læknisskoðun, þeir fá aðhlynningu, meðferð og fá sálfræðiþjónustu. Þá eiga þeir rétt á viðtali við lögmann eða réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki. Eyrún greinir frá því að hundrað og tuttugu leita að meðaltali á bráðamóttökuna á hverju ári. Sjötíu einstaklingar hafa nú þegar leitað til hennar. Þriðjungur þeirra sem leitar á móttökuna vegan kynferðisofbeldis er undir lögaldri.Ætluðu að bíða lengur Tvö kynferðisbrotanna eru til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki sjá eftir því að loka á fréttaflutning af kynferðisbrotum á þjóðhátið á meðan á henni stóð. „Nei, við teljum þetta hafa verið hárrétta ákvörðun og að það hafi verið rétt að setja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni brotaþola í forgang og það hafi tekist vel, þó svo ég að ég hafi viljað geyma það aðeins lengur að tilkynna um mál sem eru í rannsókn. En okkur var ekki stætt á því eftir að upplýsingar voru gefnar frá neyðarmóttöku.“Viðkvæmustu þolendurnir Hvernig eru rannsóknarhagsmunir öðruvísi í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotum? „Þetta eru fyrst og fremst viðkvæmustu þolendurnir okkar, viðkvæmasta fólkið, og þetta eru auðvitað bara viðkvæm mál, og í rauninni erfið til rannsóknar. Gerist iðulega milli tveggja aðila, Við erum oft ekki með bein með vitni að atburðum. Það tekur lengri tíma að rannsaka hlutina heldur en að taka skýrslur af vitnum að einhverri líkamsárás.“Þar sem tveir koma saman- þar er ekki alltaf lögreglan Hún segir lögreglu ekki geta komið í veg fyrir kynferðisbrot þótt mikilvægt sé að sinna forvörnum vel. „Það er alltaf verið að vinna í þessum forvörnum. Hluti af þessum forvörnum er auðvitað þessi upplýsta umræða og það að komast hjá því að til verði gerendur. Því miður þá hafa þessi brot fylgt mannlegu samfélagi, hvort sem þau eru stór eða lítil, hér eða erlendis, eða hvar sem er. Þessi brot verða á milli fólks, oft á milli tveggja einstaklinga. Þar sem engin vitni eru að og ekkert slíkt. Það er erfitt að koma í veg fyrir það, þar sem tveir koma saman þar er ekki alltaf lögreglan.“ Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Eyrún Björg Jónsdóttir hjá bráðamóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir að reynsla undanfarinna ára sýni að liðið geti nokkrir dagar frá broti þar til þolendur leiti til neyðarmóttökunnar. „Núna hafa leitað þrjár konur hingað og það voru brot sem voru framin í Vestmannaeyjum. Það er oft þannig að oft fólk leitar til okkar seinna, það er kannski ekki að koma um helgina eða strax eftir helgina heldur nokkrum dögum seinna.“ Hún minnir á að best sé að leita til móttökunnar sem allra fyrst. Til að auka líkur á að finna sakargögn. Þjónusta við brotaþola sem koma á neyðarmóttökuna er margvísleg. Framkvæmd er réttarfræðileg læknisskoðun, þeir fá aðhlynningu, meðferð og fá sálfræðiþjónustu. Þá eiga þeir rétt á viðtali við lögmann eða réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki. Eyrún greinir frá því að hundrað og tuttugu leita að meðaltali á bráðamóttökuna á hverju ári. Sjötíu einstaklingar hafa nú þegar leitað til hennar. Þriðjungur þeirra sem leitar á móttökuna vegan kynferðisofbeldis er undir lögaldri.Ætluðu að bíða lengur Tvö kynferðisbrotanna eru til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki sjá eftir því að loka á fréttaflutning af kynferðisbrotum á þjóðhátið á meðan á henni stóð. „Nei, við teljum þetta hafa verið hárrétta ákvörðun og að það hafi verið rétt að setja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni brotaþola í forgang og það hafi tekist vel, þó svo ég að ég hafi viljað geyma það aðeins lengur að tilkynna um mál sem eru í rannsókn. En okkur var ekki stætt á því eftir að upplýsingar voru gefnar frá neyðarmóttöku.“Viðkvæmustu þolendurnir Hvernig eru rannsóknarhagsmunir öðruvísi í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotum? „Þetta eru fyrst og fremst viðkvæmustu þolendurnir okkar, viðkvæmasta fólkið, og þetta eru auðvitað bara viðkvæm mál, og í rauninni erfið til rannsóknar. Gerist iðulega milli tveggja aðila, Við erum oft ekki með bein með vitni að atburðum. Það tekur lengri tíma að rannsaka hlutina heldur en að taka skýrslur af vitnum að einhverri líkamsárás.“Þar sem tveir koma saman- þar er ekki alltaf lögreglan Hún segir lögreglu ekki geta komið í veg fyrir kynferðisbrot þótt mikilvægt sé að sinna forvörnum vel. „Það er alltaf verið að vinna í þessum forvörnum. Hluti af þessum forvörnum er auðvitað þessi upplýsta umræða og það að komast hjá því að til verði gerendur. Því miður þá hafa þessi brot fylgt mannlegu samfélagi, hvort sem þau eru stór eða lítil, hér eða erlendis, eða hvar sem er. Þessi brot verða á milli fólks, oft á milli tveggja einstaklinga. Þar sem engin vitni eru að og ekkert slíkt. Það er erfitt að koma í veg fyrir það, þar sem tveir koma saman þar er ekki alltaf lögreglan.“
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira