Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fylkir 0-1 | Hermann sótti þrjú stig á gamla heimavöllinn Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 5. ágúst 2015 09:46 Það verður væntanlega hart barist í Eyjum. vísir/stefán Fylkismenn sóttu þrjú stig til Eyja í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-0 sigri. Leikurinn vannst á markmannsmistökum Guðjóns Orra Sigurjónssonar en hann missti boltann inn, í marki Fylkismanna. Hermann Hreiðarsson var að heimsækja sinn gamla heimavöll en Ásmundur Arnarsson að fá sína gömlu lærisveina í heimsókn. Leikurinn var því ekki einungis mikilvægur í stigabaráttunni í Pepsi-deildinni. Bæði lið höfðu unni stórsigra á hvort öðru fyrr í sumar en Fylkismenn sigruðu deildarleikinn 3-0. Eyjamenn höfðu betur í bikarnum en þar skoruðu þeir fjögur mörk gegn engu. Í dag var leikurinn mun jafnari en hvorugt liðið ætlaði að gefa stigið frá sér. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en hvorugt liðið ætlaði að leggja upp með flottum fótbolta. Langar sendingar upp völlinn voru einkennandi fyrir leikinn en lítið sem ekkert gerðist á fyrstu mínútunum. Hættulegasta færið átti Oddur Ingi Guðmundsson þegar hann slapp í gegn eftir langa sendingu og skalla frá Fylkismönnum. Guðjón Orri Sigurjónsson varði vel með andlitinu og Eyjamenn stálheppnir að lenda ekki undir. Jose Enrique sýndi snilli sína rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar hann átti frábæra móttöku og skot sem endaði í slánni. Hann náði ekki mikið að sýna fyrir utan þetta í leiknum en varnarmenn Fylkis héldu honum í skefjum. Eftir fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik fengu Fylkismenn aukaspyrnu úti við hornfána eftir klaufalegt brot Jonathan Barden. Jóhannes Karl sendi þá háloftabolta inn á teiginn sem Guðjón Orri Sigurjónsson missti inn. Klaufalegt hjá Guðjóni sem vissi strax upp á sig sökina. Ekkert markvert gerðist eftir markið en Fylkismenn gerðu allt sem þeir gátu til þess að láta tímann líða. Þeir nýttu tækifærin sín og gáfu fá sem engin færi á sér. Leikplan Hermanns Hreiðarssonar virðist því hafa gengið fullkomlega upp þar sem stóru leikmenn Eyjamanna náðu engan veginn að setja mark sitt á leikinn. Fylkismenn eru því í 6. sætinu rétt á eftir Fjölnismönnum sem unnu frækinn sigur á KR-ingum í kvöld á meðan ÍBV er í fallsæti eftir nauman sigur Leiknismanna á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Hermann: Unnum baráttuna í dag„Að sjálfsögðu er ég ánægður, þetta var mjög öflugur sigur og góð þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir sigur á sínu gamla félagi á Heimaey. „Við komum til að ná í þessi þrjú stig sem voru í boði, svekktir eftir síðasta leik. Það var gott að ná sér í það og geta gleymt þeim leik núna,“ en Fylkismenn töpuðu 4-0 gegn Fjölnismönnum í Árbænum í síðustu umferð. „Við byrjuðum af krafti og menn fengu trúna, við unnum baráttuna í dag. Ef þú vinnur ekki baráttuna í Eyjum þá áttu ekki séns. Við vorum í heildina betra liðið og áttum þennan sigur fyllilega skilinn.“ Markið sem gestirnir skoruðu var af skrautlegri gerðinni en Guðjón Orri missti boltann inn eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónssonar. „Það var eitthvað að fara að detta á endanum, eins og ég segi vorum við búnir að setja á þá pressu í fyrri hálfleik. Það er engin spurning að við vorum grimmari á annan bolta og unnum iðnaðarsigur Það tekur sinn tíma að ná einhverju fram en þessi sigur var skref í rétta átt.“ Hermann segist vera ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. „Við erum eina liðið sem fór úr plús í þessum glugga. Þetta eru strákar sem eru búnir að spila marga leiki og það eru margir Fylkismenn þarna. Þeir fá tíma til að sanna sig fyrir næsta tímabil.“ Hermann hefur hirt sjö stig úr fyrstu fjórum leikjunum við stjörnvölinn en hann segist vera sáttur með þá uppskeru. „Já, þetta hafa verið þrír erfiðir útivellir, Hásteinsvöllur, Kaplakriki og Kópavogur. Þar eru sjö stig í þessum þremur, maður verður að vera raunsær og ég er mjög ánægður með það.“ Ásmundur: Gáfum þeim markið„Nei, ég er brjálaður,“ voru fyrstu orð Ásmundar Arnarssonar, þjálfara Eyjamanna og fyrrum þjálfara Fylkis þegar við spurðum hann út í það hvort hann væri ánægður með sína menn eftir tapið í kvöld. Ásmundur sagði að honum fyndist liðið eiga skilið að minnsta kosti stig úr leiknum. „Við gáfum þeim markið, það var það sem tapaði leiknum. Menn lögðu fullt í þetta í dag, það var mikil barátta í mannskapnum og miklu meiri liðsheild og samvinna en í síðustu leikjum. Það er grátlegt að fá ekkert út úr því.“ „Hann veit það sjálfur, í fyrsta lagi gefum við þeim mjög ódýra aukaspyrnu sem var algjör óþarfi. Markið var ódýrt,“ sagði Ásmundur um Guðjón Orra Sigurjónsson sem missti fyrirgjöf í sitt eigið net í síðari hálfleik. Dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánsson hélt áfram martröð sinni í Vestmannaeyjum. Hann dæmdi leik ÍBV og Víkings hér fyrr í sumar þar sem hann átti afleitan leik, Ívar var slæmur fyrir bæði lið þar og var ekki mikið skárri í dag. Hann hafði engin tök á leiknum og virtist veita spjöldin nokkuð handahófskennt. „Mér fannst hann ekki höndla leikinn, ekki ná stjórn á honum,“ sagði Ásmundur um Ívar. Ásmundur hefur nú stýrt liðinu í þremur leikjum, gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar, KR-ingum og nú loks Fylkismönnum. Uppskeran hefur verið slæm en liðið hefur einungis skorað eitt mark en fengið á sig átta. „Ég er alls ekki ánægður með þessa leiki, fyrstu tveir leikirnir eru mjög daprir. Við sýndum smá karakter í dag og baráttuvilja, ef við náum að bæta ofan á það, fara stigin að koma í hús.“ Aron Bjarnason og Víðir Þorvarðarson voru settir í bekkinn í dag, hvers vegna gerði Ásmundur það? „Við erum að leita að blöndu sem að nær að klóra inn einhver stig.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fylkismenn sóttu þrjú stig til Eyja í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-0 sigri. Leikurinn vannst á markmannsmistökum Guðjóns Orra Sigurjónssonar en hann missti boltann inn, í marki Fylkismanna. Hermann Hreiðarsson var að heimsækja sinn gamla heimavöll en Ásmundur Arnarsson að fá sína gömlu lærisveina í heimsókn. Leikurinn var því ekki einungis mikilvægur í stigabaráttunni í Pepsi-deildinni. Bæði lið höfðu unni stórsigra á hvort öðru fyrr í sumar en Fylkismenn sigruðu deildarleikinn 3-0. Eyjamenn höfðu betur í bikarnum en þar skoruðu þeir fjögur mörk gegn engu. Í dag var leikurinn mun jafnari en hvorugt liðið ætlaði að gefa stigið frá sér. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en hvorugt liðið ætlaði að leggja upp með flottum fótbolta. Langar sendingar upp völlinn voru einkennandi fyrir leikinn en lítið sem ekkert gerðist á fyrstu mínútunum. Hættulegasta færið átti Oddur Ingi Guðmundsson þegar hann slapp í gegn eftir langa sendingu og skalla frá Fylkismönnum. Guðjón Orri Sigurjónsson varði vel með andlitinu og Eyjamenn stálheppnir að lenda ekki undir. Jose Enrique sýndi snilli sína rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar hann átti frábæra móttöku og skot sem endaði í slánni. Hann náði ekki mikið að sýna fyrir utan þetta í leiknum en varnarmenn Fylkis héldu honum í skefjum. Eftir fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik fengu Fylkismenn aukaspyrnu úti við hornfána eftir klaufalegt brot Jonathan Barden. Jóhannes Karl sendi þá háloftabolta inn á teiginn sem Guðjón Orri Sigurjónsson missti inn. Klaufalegt hjá Guðjóni sem vissi strax upp á sig sökina. Ekkert markvert gerðist eftir markið en Fylkismenn gerðu allt sem þeir gátu til þess að láta tímann líða. Þeir nýttu tækifærin sín og gáfu fá sem engin færi á sér. Leikplan Hermanns Hreiðarssonar virðist því hafa gengið fullkomlega upp þar sem stóru leikmenn Eyjamanna náðu engan veginn að setja mark sitt á leikinn. Fylkismenn eru því í 6. sætinu rétt á eftir Fjölnismönnum sem unnu frækinn sigur á KR-ingum í kvöld á meðan ÍBV er í fallsæti eftir nauman sigur Leiknismanna á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Hermann: Unnum baráttuna í dag„Að sjálfsögðu er ég ánægður, þetta var mjög öflugur sigur og góð þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir sigur á sínu gamla félagi á Heimaey. „Við komum til að ná í þessi þrjú stig sem voru í boði, svekktir eftir síðasta leik. Það var gott að ná sér í það og geta gleymt þeim leik núna,“ en Fylkismenn töpuðu 4-0 gegn Fjölnismönnum í Árbænum í síðustu umferð. „Við byrjuðum af krafti og menn fengu trúna, við unnum baráttuna í dag. Ef þú vinnur ekki baráttuna í Eyjum þá áttu ekki séns. Við vorum í heildina betra liðið og áttum þennan sigur fyllilega skilinn.“ Markið sem gestirnir skoruðu var af skrautlegri gerðinni en Guðjón Orri missti boltann inn eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónssonar. „Það var eitthvað að fara að detta á endanum, eins og ég segi vorum við búnir að setja á þá pressu í fyrri hálfleik. Það er engin spurning að við vorum grimmari á annan bolta og unnum iðnaðarsigur Það tekur sinn tíma að ná einhverju fram en þessi sigur var skref í rétta átt.“ Hermann segist vera ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. „Við erum eina liðið sem fór úr plús í þessum glugga. Þetta eru strákar sem eru búnir að spila marga leiki og það eru margir Fylkismenn þarna. Þeir fá tíma til að sanna sig fyrir næsta tímabil.“ Hermann hefur hirt sjö stig úr fyrstu fjórum leikjunum við stjörnvölinn en hann segist vera sáttur með þá uppskeru. „Já, þetta hafa verið þrír erfiðir útivellir, Hásteinsvöllur, Kaplakriki og Kópavogur. Þar eru sjö stig í þessum þremur, maður verður að vera raunsær og ég er mjög ánægður með það.“ Ásmundur: Gáfum þeim markið„Nei, ég er brjálaður,“ voru fyrstu orð Ásmundar Arnarssonar, þjálfara Eyjamanna og fyrrum þjálfara Fylkis þegar við spurðum hann út í það hvort hann væri ánægður með sína menn eftir tapið í kvöld. Ásmundur sagði að honum fyndist liðið eiga skilið að minnsta kosti stig úr leiknum. „Við gáfum þeim markið, það var það sem tapaði leiknum. Menn lögðu fullt í þetta í dag, það var mikil barátta í mannskapnum og miklu meiri liðsheild og samvinna en í síðustu leikjum. Það er grátlegt að fá ekkert út úr því.“ „Hann veit það sjálfur, í fyrsta lagi gefum við þeim mjög ódýra aukaspyrnu sem var algjör óþarfi. Markið var ódýrt,“ sagði Ásmundur um Guðjón Orra Sigurjónsson sem missti fyrirgjöf í sitt eigið net í síðari hálfleik. Dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánsson hélt áfram martröð sinni í Vestmannaeyjum. Hann dæmdi leik ÍBV og Víkings hér fyrr í sumar þar sem hann átti afleitan leik, Ívar var slæmur fyrir bæði lið þar og var ekki mikið skárri í dag. Hann hafði engin tök á leiknum og virtist veita spjöldin nokkuð handahófskennt. „Mér fannst hann ekki höndla leikinn, ekki ná stjórn á honum,“ sagði Ásmundur um Ívar. Ásmundur hefur nú stýrt liðinu í þremur leikjum, gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar, KR-ingum og nú loks Fylkismönnum. Uppskeran hefur verið slæm en liðið hefur einungis skorað eitt mark en fengið á sig átta. „Ég er alls ekki ánægður með þessa leiki, fyrstu tveir leikirnir eru mjög daprir. Við sýndum smá karakter í dag og baráttuvilja, ef við náum að bæta ofan á það, fara stigin að koma í hús.“ Aron Bjarnason og Víðir Þorvarðarson voru settir í bekkinn í dag, hvers vegna gerði Ásmundur það? „Við erum að leita að blöndu sem að nær að klóra inn einhver stig.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann