Uppbótartíminn: Frábær umferð fyrir FH | Myndbönd 6. ágúst 2015 01:51 Lærimeistarinn hafði betur gegn læriföðurnum. vísir/andri marinó Fjórtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH-ingar náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sigur á Val og tap KR geng Fjölni. Blikar reimuðu á sig markaskóna á ný og rúlluðu yfir botnlið Keflavíkur. Hermann Hreiðarsson hrósaði sigri á sínum gamla heimavelli og Leiknir vann sinn fyrsta leik síðan í 5. umferð. Þá skildu Víkingur og ÍA jöfn.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:FH 2-1 ValurFjölnir 2-1 KRVíkingur 1-1 ÍALeiknir 1-0 StjarnanBreiðablik 4-0 KeflavíkÍBV 0-1 FylkirLeiknisljónin sáu loks sigur hjá sínum mönnum.vísir/valliGóð umferð fyrir ... ... Atla Viðar BjörnssonAtli kom af bekknum og skoraði sigurmarkið gegn Keflavík í síðustu umferð og var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu í toppslagnum gegn Val. Og Dalvíkingurinn þakkaði traustið þegar hann kom FH yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með glæsilegu marki. Atli fékk boltann frá Jonathan Hendrickx, fíflaði miðverði Vals og kláraði færið af stakri snilld framhjá Ingvari Þór Kale. Mark númer 102 í efstu deild hjá Atla sem sýndi enn og aftur mikilvægi sitt fyrir FH.... LeiknisljóninBestu stuðningsmenn fyrri umferðarinnar að mati Pepsi-markanna fengu loks að sjá sigur hjá sínum mönnum, og það gegn Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leiknisljónin hafa verið frábær í sumar og hvergi gefið eftir þótt úrslitin hjá Leiknisliðinu hafi ekki alltaf verið góð.... Höskuld GunnlaugssonKristinn Jónsson var maður leiksins á Kópavogsvelli en Krulli Gull minnti einnig rækilega á sig með tveimur mörkum og góðum leik. Höskuldur virðist vera að ná fyrri styrk eftir veikindi sem drógu greinilega kraft úr honum og það eru frábærar fréttir fyrir Breiðablik í toppbaráttunni.Ásmundur Arnarsson hefur ekki byrjað vel sem þjálfari ÍBV.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... markverðiÞað er ekki hægt að 14. umferðin hafi verið góð fyrir markmenn. Ingvar Þór Kale, Sindri Snær Jensson og Guðjón Orri Sigurjónsson gáfu allir mörk í leikjum sem lið þeirra töpuðu og þá hefði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, líklega átt að gera betur í marki Víkinga. Þessi klaufamörk gætu reynst dýr þegar upp er staðið.... EyjamennEftir frábært gengi undir stjórn Inga Sigurðssonar hefur leiðin legið niður á við hjá ÍBV eftir að Ásmundur Arnarsson tók við. Liðið er búið að tapa öllum þremur leikjunum undir hans stjórn með markatölunni 1-8. Í gær kom einn dáðasti sonur ÍBV, Hermann Hreiðarsson, í heimsókn með Fylkisliðið og sneri aftur upp á fasta landið með þrjú stig í farteskinu og skildi Eyjamenn eftir í fallsæti.... Bjarna GuðjónssonGærdagurinn var ekki góður fyrir KR sem tapaði fyrir Fjölni og missti FH þremur stigum fram úr sér. Sindri Snær Jensson verður að taka stóran hluta af tapinu á sig en Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, átti heldur ekki sinn besta dag að mati Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Pepsi-markanna, sem setti spurningarmerki við liðsval Bjarna í gær og tíðar breytingar hans á byrjunarliði KR.Þegar Atli Viðar skorar vinnur FH.vísir/andri marinóTölfræðin og sagan:*Hermann Hreiðarsson hefur aðeins tapað 1 af 12 leikjum á Hásteinsvelli sem þjálfari liðs í Pepsi-deildinni. *Fylkir er áfram eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki tapað á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar (3 sigrar og 4 jafntefli). *ÍBV hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Ásmundar Arnarssonar í deild og bikar og markatalan í þeim er -7 (1-8). *FH hefur unnið alla fjóra leiki sína í Pepsi-deildinni í sumar þar sem að Atli Viðar Björnsson hefur verið á skotskónum. *Fyrsti heimasigur FH í Pepsi-deildinni síðan liðið vann Leikni 31. maí. *Sigurður Egill Lárusson hefur skorað öll þrjú mörk Valsmanna á móti FH í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnisliðið hefur unnið 5 af 7 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnir endaði þriggja leikja sigurgöngu KR-inga á útivelli. *Skagamenn hafa náð í stig í 7 af síðustu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *ÍA hefur gert 1-1 jafntefli í þremur af fjórum leikjum þar sem Garðar Gunnlaugsson hefur verið á skotskónum í Pepsi-deildinni í sumar. *Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, skoraði í öðrum leiknum í röð. *Gegn Stjörnunni skoraði Leiknir sjöunda markið eftir eða í kjölfarið af hornspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar. *Leiknismenn voru fyrir leikinn búnir að lenda 1-0 undir í átta Pepsi-deildarleikjum í röð. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, hélt marki sínu hreinu í sjöunda sinn í síðustu 11 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni. *Blikar hafa skorað 14 af síðustu 16 mörkunum sem hafa verið skoruð á Kópavogsvellinum í Pepsi-deildinni í sumar. *Jonathan Glenn hefur skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum á Kópavogsvellinum, með ÍBV í fyrra og í fyrsta heimaleiknum með Blikum í ár.Kristinn Jónsson var óstöðvandi gegn Keflavík.vísir/valliSkemmtilegar punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:„(Eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald) Langar að segja reynsluleysi en höfum það bara klaufalegt. Afar klaufalegt brot hjá Jóa.“ Tryggvi Páll Tryggvason á Leiknisvelli:„(Eftir skot Brynjars Gauta Guðjónssonar) Lætur vaða af 30 metrunum. Þið þurfið ekkert að giska hvar þetta skot endaði enda stendur það hérna til vinstri.“Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli:„(Eftir að Bojan Stefán Ljubicic fékk gult spjald) Datt í hug að rífa kjaft við Garðar (Örn Hinriksson). Hef séð menn taka gáfulegri ákvarðanir á fótboltavellinum.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristinn Jónsson, Breiðablik - 9 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik - 8 Bjarni Þór Viðarsson, FH - 8 Þórður Ingason, Fjölnir - 8 Kennie Chopart, Fjölnir - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leiknir - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 3 Guðjón Orri Sigurjónsson, ÍBV - 3 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 3 Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík - 3 Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík - 2 Alexander Magnússon, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Fátt íslenskara en að blasta í hátalarakerfinu þegar liðið skorar. Mögulega bílflaut í fjarska. #pepsi365 — Einar Már Þórisson (@einarmar_) August 5, 2015Af þessu #handshakegate að dæma í Eyjum virðist sem Ási hafi bara alls ekkert verið búinn að missa klefann í Lautinni. #pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 5, 2015Það sem Stjörnuna vantar í ár eru rauð spjöld. Fóru alltaf í gang í fyrra eftir að verða manni færri. #pepsi365#fotboltinet — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) August 5, 2015Farið að hitna undir Ása? Hefur einhverjum þjálfara "tekist" að vera rekinn frá 2 liðum á sama seasoni í Pepsi? #fotboltinet#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) August 5, 2015Haxgrímur að ankle breaka mann og annan @grimsibergmann#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) August 5, 2015Guðmundur Karl fagnaði eins og hann hefði sett þrist í smettið á KR, #fagnið#Pepsi365 — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 5, 2015Brunabjallan farin í gang á Kópavogsvelli. #blix on fire! #fotbolti#fotboltinet#pepsi365#ThisTeamIsOnFire — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) August 5, 2015Atvik 14. umferðar Mark 14. umferðar Leikmaður 14. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fjórtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH-ingar náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sigur á Val og tap KR geng Fjölni. Blikar reimuðu á sig markaskóna á ný og rúlluðu yfir botnlið Keflavíkur. Hermann Hreiðarsson hrósaði sigri á sínum gamla heimavelli og Leiknir vann sinn fyrsta leik síðan í 5. umferð. Þá skildu Víkingur og ÍA jöfn.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:FH 2-1 ValurFjölnir 2-1 KRVíkingur 1-1 ÍALeiknir 1-0 StjarnanBreiðablik 4-0 KeflavíkÍBV 0-1 FylkirLeiknisljónin sáu loks sigur hjá sínum mönnum.vísir/valliGóð umferð fyrir ... ... Atla Viðar BjörnssonAtli kom af bekknum og skoraði sigurmarkið gegn Keflavík í síðustu umferð og var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu í toppslagnum gegn Val. Og Dalvíkingurinn þakkaði traustið þegar hann kom FH yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með glæsilegu marki. Atli fékk boltann frá Jonathan Hendrickx, fíflaði miðverði Vals og kláraði færið af stakri snilld framhjá Ingvari Þór Kale. Mark númer 102 í efstu deild hjá Atla sem sýndi enn og aftur mikilvægi sitt fyrir FH.... LeiknisljóninBestu stuðningsmenn fyrri umferðarinnar að mati Pepsi-markanna fengu loks að sjá sigur hjá sínum mönnum, og það gegn Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leiknisljónin hafa verið frábær í sumar og hvergi gefið eftir þótt úrslitin hjá Leiknisliðinu hafi ekki alltaf verið góð.... Höskuld GunnlaugssonKristinn Jónsson var maður leiksins á Kópavogsvelli en Krulli Gull minnti einnig rækilega á sig með tveimur mörkum og góðum leik. Höskuldur virðist vera að ná fyrri styrk eftir veikindi sem drógu greinilega kraft úr honum og það eru frábærar fréttir fyrir Breiðablik í toppbaráttunni.Ásmundur Arnarsson hefur ekki byrjað vel sem þjálfari ÍBV.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... markverðiÞað er ekki hægt að 14. umferðin hafi verið góð fyrir markmenn. Ingvar Þór Kale, Sindri Snær Jensson og Guðjón Orri Sigurjónsson gáfu allir mörk í leikjum sem lið þeirra töpuðu og þá hefði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, líklega átt að gera betur í marki Víkinga. Þessi klaufamörk gætu reynst dýr þegar upp er staðið.... EyjamennEftir frábært gengi undir stjórn Inga Sigurðssonar hefur leiðin legið niður á við hjá ÍBV eftir að Ásmundur Arnarsson tók við. Liðið er búið að tapa öllum þremur leikjunum undir hans stjórn með markatölunni 1-8. Í gær kom einn dáðasti sonur ÍBV, Hermann Hreiðarsson, í heimsókn með Fylkisliðið og sneri aftur upp á fasta landið með þrjú stig í farteskinu og skildi Eyjamenn eftir í fallsæti.... Bjarna GuðjónssonGærdagurinn var ekki góður fyrir KR sem tapaði fyrir Fjölni og missti FH þremur stigum fram úr sér. Sindri Snær Jensson verður að taka stóran hluta af tapinu á sig en Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, átti heldur ekki sinn besta dag að mati Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Pepsi-markanna, sem setti spurningarmerki við liðsval Bjarna í gær og tíðar breytingar hans á byrjunarliði KR.Þegar Atli Viðar skorar vinnur FH.vísir/andri marinóTölfræðin og sagan:*Hermann Hreiðarsson hefur aðeins tapað 1 af 12 leikjum á Hásteinsvelli sem þjálfari liðs í Pepsi-deildinni. *Fylkir er áfram eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki tapað á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar (3 sigrar og 4 jafntefli). *ÍBV hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Ásmundar Arnarssonar í deild og bikar og markatalan í þeim er -7 (1-8). *FH hefur unnið alla fjóra leiki sína í Pepsi-deildinni í sumar þar sem að Atli Viðar Björnsson hefur verið á skotskónum. *Fyrsti heimasigur FH í Pepsi-deildinni síðan liðið vann Leikni 31. maí. *Sigurður Egill Lárusson hefur skorað öll þrjú mörk Valsmanna á móti FH í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnisliðið hefur unnið 5 af 7 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnir endaði þriggja leikja sigurgöngu KR-inga á útivelli. *Skagamenn hafa náð í stig í 7 af síðustu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *ÍA hefur gert 1-1 jafntefli í þremur af fjórum leikjum þar sem Garðar Gunnlaugsson hefur verið á skotskónum í Pepsi-deildinni í sumar. *Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, skoraði í öðrum leiknum í röð. *Gegn Stjörnunni skoraði Leiknir sjöunda markið eftir eða í kjölfarið af hornspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar. *Leiknismenn voru fyrir leikinn búnir að lenda 1-0 undir í átta Pepsi-deildarleikjum í röð. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, hélt marki sínu hreinu í sjöunda sinn í síðustu 11 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni. *Blikar hafa skorað 14 af síðustu 16 mörkunum sem hafa verið skoruð á Kópavogsvellinum í Pepsi-deildinni í sumar. *Jonathan Glenn hefur skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum á Kópavogsvellinum, með ÍBV í fyrra og í fyrsta heimaleiknum með Blikum í ár.Kristinn Jónsson var óstöðvandi gegn Keflavík.vísir/valliSkemmtilegar punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:„(Eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald) Langar að segja reynsluleysi en höfum það bara klaufalegt. Afar klaufalegt brot hjá Jóa.“ Tryggvi Páll Tryggvason á Leiknisvelli:„(Eftir skot Brynjars Gauta Guðjónssonar) Lætur vaða af 30 metrunum. Þið þurfið ekkert að giska hvar þetta skot endaði enda stendur það hérna til vinstri.“Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli:„(Eftir að Bojan Stefán Ljubicic fékk gult spjald) Datt í hug að rífa kjaft við Garðar (Örn Hinriksson). Hef séð menn taka gáfulegri ákvarðanir á fótboltavellinum.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristinn Jónsson, Breiðablik - 9 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik - 8 Bjarni Þór Viðarsson, FH - 8 Þórður Ingason, Fjölnir - 8 Kennie Chopart, Fjölnir - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leiknir - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 3 Guðjón Orri Sigurjónsson, ÍBV - 3 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 3 Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík - 3 Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík - 2 Alexander Magnússon, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Fátt íslenskara en að blasta í hátalarakerfinu þegar liðið skorar. Mögulega bílflaut í fjarska. #pepsi365 — Einar Már Þórisson (@einarmar_) August 5, 2015Af þessu #handshakegate að dæma í Eyjum virðist sem Ási hafi bara alls ekkert verið búinn að missa klefann í Lautinni. #pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 5, 2015Það sem Stjörnuna vantar í ár eru rauð spjöld. Fóru alltaf í gang í fyrra eftir að verða manni færri. #pepsi365#fotboltinet — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) August 5, 2015Farið að hitna undir Ása? Hefur einhverjum þjálfara "tekist" að vera rekinn frá 2 liðum á sama seasoni í Pepsi? #fotboltinet#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) August 5, 2015Haxgrímur að ankle breaka mann og annan @grimsibergmann#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) August 5, 2015Guðmundur Karl fagnaði eins og hann hefði sett þrist í smettið á KR, #fagnið#Pepsi365 — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 5, 2015Brunabjallan farin í gang á Kópavogsvelli. #blix on fire! #fotbolti#fotboltinet#pepsi365#ThisTeamIsOnFire — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) August 5, 2015Atvik 14. umferðar Mark 14. umferðar Leikmaður 14. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann