Enski boltinn

Young áfram hjá Man Utd til ársins 2018

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Young í leik gegn sínu gamla liði, Aston Villa, á síðasta tímabili.
Young í leik gegn sínu gamla liði, Aston Villa, á síðasta tímabili. vísir/getty
Ashley Young hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Manchester United.

Young, sem er þrítugur, spilaði mjög vel fyrir United á síðasta tímabili eftir erfið ár þar á undan.

Young, sem er uppalinn hjá Watford, kom til United frá Aston Villa fyrir tímabilið 2011-12 og hefur síðan þá leikið 115 leiki fyrir félagið og skorað 13 mörk. Hann varð Englandsmeistari með United 2013.

„Við erum ánægð með að Ashley hafi skrifað undir nýjan samning,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, í viðtali á heimasíðu félagsins.

„Hann er alhliða leikmaður. Hann leysti stöðu vængbakvarðar með sóma og spilaði einnig vel á kantinum á síðasta tímabili.“

United tekur á móti Tottenham í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 11:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Di Maria biður stuðningsmenn United afsökunar

Argentínumaðurinn Angel Di Maria er nú orðinn leikmaður Paris Saint Germain en hann ákvað að skrifa opið bréf til stuðningsmanna Manchester United nú þegar hann kveður félagið eftir aðeins eins árs veru á Old Trafford.

Depay vill fá sjöuna hjá Manchester United

Memphis Depay er vonarstjarna Manchester United á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni og þessi 21 árs gamli Hollendingur hræðist ekki pressuna sem fylgir því að spila á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×