Enski boltinn

Verður Januzaj lánaður til Sunderland?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Januzaj skoraði gegn Barcelona á undirbúningstímabilinu.
Januzaj skoraði gegn Barcelona á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Samkvæmt frétt Telegraph ætlar Sunderland að reyna að fá Adnan Januzaj á láni frá Manchester United.

Belginn ungi kom inn í lið United tímabilið 2013-14 og spilaði mikið undir stjórn Davids Moyes. En tækifærum hans fækkaði eftir að Louis van Gaal tók við og Januzaj var aðeins átta sinnum í byrjunarliði United á síðasta tímabili.

Januzaj hefur verið notaður sem framherji á undirbúningstímabilinu en það er ólíklegt að hann fái mörg tækifæri í þeirri stöðu í vetur.

Sunderland hefur áður fengið leikmenn á láni frá United með góðum árangri, eins og Jonny Evans, Danny Welbeck, Frazier Campbell og Danny Simpson.

Sunderland rétt bjargaði sér frá falli á síðasta tímabili og ætlar sér að gera betur í ár undir stjórn Hollendingsins Dicks Advocaat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×