Di Maria biður stuðningsmenn United afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 09:30 Táknræn mynd fyrir tíma Angel Di Maria á Old Trafford. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Angel Di Maria er nú orðinn leikmaður Paris Saint Germain en hann ákvað að skrifa opið bréf til stuðningsmanna Manchester United nú þegar hann kveður félagið eftir aðeins eins árs veru á Old Trafford. Manchester United keypti Angel Di Maria á næstum því 60 milljónir punda frá Real Madrid fyrir einu ári en hann varð ekki sá lykilmaður sem stuðningsmenn United vonuðust til. United fékk ekki nærri því eins mikið fyrir leikmanninn aðeins tólf mánuðum síðar. „Ég skrifa þetta bréf til að þakka allri Manchester United fjölskyldunni fyrir þann frábæra stuðning sem ég fékk á þessu ári mínu hjá félaginu," skrifaði Angel Di Maria. „Ég geri mér vel grein fyrir því að hlutirnir gengu ekki eins vel og við bjuggumst öll við og ég er mjög leiður yfir því," skrifaði Di Maria. „Ég fullvissa ykkur um það að ástæðan var ekki sú að ég reyndi ekki. Ég gerði mitt besta en fótboltinn er ekki eins og stærðfræði. Oftast gerast hlutir sem þú hefur enga stjórn á og þeir ráða því hvernig þetta fer," skrifar Di Maria. „Ég bið ykkur afsökunar að hafa ekki staðið undir væntingum og ekki náð að standa mig betur hjá þessum stórkostlega klúbbi," endaði þessi 27 ára gamli Argentínumaður bréfið sitt. Angel Di Maria var með 3 mörk og 11 stoðsendingar í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann byrjaði vel og var með 3 mörk og 6 stoðsendingar í fyrstu tíu leikjunum sínum en eftir að hann meiddist aftan í læri í nóvember gekk lítið upp hjá honum.Angel Di Maria kynntur sem leikmaður PSG.Vísir/Getty Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel Di Maria er nú orðinn leikmaður Paris Saint Germain en hann ákvað að skrifa opið bréf til stuðningsmanna Manchester United nú þegar hann kveður félagið eftir aðeins eins árs veru á Old Trafford. Manchester United keypti Angel Di Maria á næstum því 60 milljónir punda frá Real Madrid fyrir einu ári en hann varð ekki sá lykilmaður sem stuðningsmenn United vonuðust til. United fékk ekki nærri því eins mikið fyrir leikmanninn aðeins tólf mánuðum síðar. „Ég skrifa þetta bréf til að þakka allri Manchester United fjölskyldunni fyrir þann frábæra stuðning sem ég fékk á þessu ári mínu hjá félaginu," skrifaði Angel Di Maria. „Ég geri mér vel grein fyrir því að hlutirnir gengu ekki eins vel og við bjuggumst öll við og ég er mjög leiður yfir því," skrifaði Di Maria. „Ég fullvissa ykkur um það að ástæðan var ekki sú að ég reyndi ekki. Ég gerði mitt besta en fótboltinn er ekki eins og stærðfræði. Oftast gerast hlutir sem þú hefur enga stjórn á og þeir ráða því hvernig þetta fer," skrifar Di Maria. „Ég bið ykkur afsökunar að hafa ekki staðið undir væntingum og ekki náð að standa mig betur hjá þessum stórkostlega klúbbi," endaði þessi 27 ára gamli Argentínumaður bréfið sitt. Angel Di Maria var með 3 mörk og 11 stoðsendingar í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann byrjaði vel og var með 3 mörk og 6 stoðsendingar í fyrstu tíu leikjunum sínum en eftir að hann meiddist aftan í læri í nóvember gekk lítið upp hjá honum.Angel Di Maria kynntur sem leikmaður PSG.Vísir/Getty
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira