Ásmundur: Þetta verður smá púsluspil Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 18:22 „Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
„Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira