Sævar mætti ekki til fyrirtöku: Mun „að sjálfsögðu“ ekki borga sekt Bjarki Ármannsson skrifar 15. júní 2015 23:00 Rapparinn og rithöfundurinn Sævar Poetrix hefur enn ekki mætt fyrir héraðsdóm vegna kannabis-ákæru. Mynd/Sævar Sævar Poetrix, rappari og rithöfundur, hefur enn ekki mætt fyrir dóm vegna ákæru á hendur honum fyrir vörslu kannabiss. Fyrirtaka í máli Sævars var fyrir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur og segir Sævar að samkvæmt lögfræðingi hans sé lögregla um þessar mundir að reyna að hafa uppi á honum til að birta svonefnt útivistarfyrirkall, sem jafngildir því að hann játi brot með því að mæta ekki.Líkir refsingu við Cocoa Puffs-át Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að Sævar hygðist ekki hlýða „ranglæti“ dómsins og telji sig ekki hafa gert neitt rangt. Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. Sævar segist ekki velta aðgerðum lögreglu mikið fyrir sér, enda sé það ekki hans mál. „Ímyndaðu þér bara að gæjanum í næsta húsi þætti þú eiga skilið refsingu fyrir að borða of mikið Cocoa Puffs,“ segir Sævar. „Þú ert ekkert að fara út að banka uppi hjá honum og reyna að vinna hann í rökræðum um Cocoa Puffs-átið þitt. Þú bara segir að hann sé klikkaður og heldur áfram með lífið þitt.Jóhannes Haukur leikari vakti mikla athygli fyrir neikvæð ummæli um ákvörðun Sævars.VísirEf að hann ræðst inn á heimili þitt, bindur þig niður og dregur þig út, þá er það bara eitthvað sem hann gerir. En þú ert ekki að fara að eltast við hann af ótta við framkvæmdirnar hans. Það er bara undirgefni og tussuskapur.“Lög og reglur eru ekkert heilagt Sævar segir að frá því að fréttir af ákvörðun hans, og ítarlegu bréfi þess efnis til dómstólsins, birtust hafi margir rætt málið við hann. Margir séu ánægðir með málflutning hans og aðrir síður en svo. „Ég hef heyrt rosa mikið að ég sé bara ógeðslega heimskur,“ segir hann. „Að ég skilji ekki þau grundvallarkonsept að á lögum skuli land byggja. Það sem ég segi oftast við þau er að lög eru bara hugmynd. Þegar lög eru óréttlát, þá eru þau ekki lögin mín. Það ræður enginn yfir þér, það er ekki neitt náttúrulögmál. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að lög og reglur eru ekkert heilagt.“Sjá einnig: „Þetta eru bara dópistar“ Rapparinn segist ennfremur ekki hafa leitt hugann að því hvað myndi gerast ef hann hlýtur dóm. Hann sjái ekki hvernig það komi nokkrum að gagni að hann sé sektaður og segir þess fyrir utan fæsta eiga nægan pening milli handanna til að borga „tilhæfulausar“ sektir. „Þetta er bara ofbeldisfullt og þessu ber bara ekki að hlýða,“ segir hann. „Þú mátt hafa það eftir mér, ég dæmi þennan dómstól dauðan og ómerkan.“Þannig að ef þú myndir á endanum fá til dæmis sekt, myndir þú þá ekki borga hana?„Nei, að sjálfsögðu ekki,“ segir Sævar. „Af hverju ætti ég að borga hana? Fyrir utan það að það stendur í einhverri reglu. Ég er líka með reglu heima hjá mér, um að fólk eigi að láta mig í friði. Ég sekta hér með ríkið um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir að brjótast inn á heimilið mitt.“Snýst ekki bara um kannabis Hann leggur áherslu á að mótþrói hans við að mæta snúist alls ekki bara um kannabis, eða hvort það eigi að vera löglegt. Það sé einungis angi af mun stærra máli. „Þetta eru bara nýju fötin keisarans, við erum orðin svo vön því að vera þrælbundin í hugsun að við erum ómeðvitað óttaslegin við hugmyndir sem eiga sér í raun enga holdtekningu nema í hugum okkar,“ segir Sævar. „Við þurfum að segja bless við þetta „shit.“ Við ráðum því sjálf hver raunveruleiki okkar er og við þurfum að búa til eitthvað fallegra en ríki sem gefur auðlindir þjóðar til auðmanna, setur lögbann á réttindabaráttu fórnfúsustu stéttar landsins, sendir sjúklinga í fangelsi og sektar fólk fyrir að hlíta ekki röklausri forræðishyggju. „Fokk that.“ Það er ekki mitt ríki.“ Tengdar fréttir Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16 Skrifaði bókina undir áhrifum fíkniefna "Ég reykti mikið kannabis og inn á milli tók ég LSD, eitthvað ecstasy og amfetamín,“ segir rapparinn Sævar Poetrix. 19. október 2014 22:11 „Þetta eru bara dópistar“ Leikarinn Jóhannes Haukur svarar gagnrýnendum sínum fullum hálsi. 28. maí 2015 11:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sævar Poetrix, rappari og rithöfundur, hefur enn ekki mætt fyrir dóm vegna ákæru á hendur honum fyrir vörslu kannabiss. Fyrirtaka í máli Sævars var fyrir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur og segir Sævar að samkvæmt lögfræðingi hans sé lögregla um þessar mundir að reyna að hafa uppi á honum til að birta svonefnt útivistarfyrirkall, sem jafngildir því að hann játi brot með því að mæta ekki.Líkir refsingu við Cocoa Puffs-át Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að Sævar hygðist ekki hlýða „ranglæti“ dómsins og telji sig ekki hafa gert neitt rangt. Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. Sævar segist ekki velta aðgerðum lögreglu mikið fyrir sér, enda sé það ekki hans mál. „Ímyndaðu þér bara að gæjanum í næsta húsi þætti þú eiga skilið refsingu fyrir að borða of mikið Cocoa Puffs,“ segir Sævar. „Þú ert ekkert að fara út að banka uppi hjá honum og reyna að vinna hann í rökræðum um Cocoa Puffs-átið þitt. Þú bara segir að hann sé klikkaður og heldur áfram með lífið þitt.Jóhannes Haukur leikari vakti mikla athygli fyrir neikvæð ummæli um ákvörðun Sævars.VísirEf að hann ræðst inn á heimili þitt, bindur þig niður og dregur þig út, þá er það bara eitthvað sem hann gerir. En þú ert ekki að fara að eltast við hann af ótta við framkvæmdirnar hans. Það er bara undirgefni og tussuskapur.“Lög og reglur eru ekkert heilagt Sævar segir að frá því að fréttir af ákvörðun hans, og ítarlegu bréfi þess efnis til dómstólsins, birtust hafi margir rætt málið við hann. Margir séu ánægðir með málflutning hans og aðrir síður en svo. „Ég hef heyrt rosa mikið að ég sé bara ógeðslega heimskur,“ segir hann. „Að ég skilji ekki þau grundvallarkonsept að á lögum skuli land byggja. Það sem ég segi oftast við þau er að lög eru bara hugmynd. Þegar lög eru óréttlát, þá eru þau ekki lögin mín. Það ræður enginn yfir þér, það er ekki neitt náttúrulögmál. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að lög og reglur eru ekkert heilagt.“Sjá einnig: „Þetta eru bara dópistar“ Rapparinn segist ennfremur ekki hafa leitt hugann að því hvað myndi gerast ef hann hlýtur dóm. Hann sjái ekki hvernig það komi nokkrum að gagni að hann sé sektaður og segir þess fyrir utan fæsta eiga nægan pening milli handanna til að borga „tilhæfulausar“ sektir. „Þetta er bara ofbeldisfullt og þessu ber bara ekki að hlýða,“ segir hann. „Þú mátt hafa það eftir mér, ég dæmi þennan dómstól dauðan og ómerkan.“Þannig að ef þú myndir á endanum fá til dæmis sekt, myndir þú þá ekki borga hana?„Nei, að sjálfsögðu ekki,“ segir Sævar. „Af hverju ætti ég að borga hana? Fyrir utan það að það stendur í einhverri reglu. Ég er líka með reglu heima hjá mér, um að fólk eigi að láta mig í friði. Ég sekta hér með ríkið um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir að brjótast inn á heimilið mitt.“Snýst ekki bara um kannabis Hann leggur áherslu á að mótþrói hans við að mæta snúist alls ekki bara um kannabis, eða hvort það eigi að vera löglegt. Það sé einungis angi af mun stærra máli. „Þetta eru bara nýju fötin keisarans, við erum orðin svo vön því að vera þrælbundin í hugsun að við erum ómeðvitað óttaslegin við hugmyndir sem eiga sér í raun enga holdtekningu nema í hugum okkar,“ segir Sævar. „Við þurfum að segja bless við þetta „shit.“ Við ráðum því sjálf hver raunveruleiki okkar er og við þurfum að búa til eitthvað fallegra en ríki sem gefur auðlindir þjóðar til auðmanna, setur lögbann á réttindabaráttu fórnfúsustu stéttar landsins, sendir sjúklinga í fangelsi og sektar fólk fyrir að hlíta ekki röklausri forræðishyggju. „Fokk that.“ Það er ekki mitt ríki.“
Tengdar fréttir Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16 Skrifaði bókina undir áhrifum fíkniefna "Ég reykti mikið kannabis og inn á milli tók ég LSD, eitthvað ecstasy og amfetamín,“ segir rapparinn Sævar Poetrix. 19. október 2014 22:11 „Þetta eru bara dópistar“ Leikarinn Jóhannes Haukur svarar gagnrýnendum sínum fullum hálsi. 28. maí 2015 11:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. 26. maí 2015 23:16
Skrifaði bókina undir áhrifum fíkniefna "Ég reykti mikið kannabis og inn á milli tók ég LSD, eitthvað ecstasy og amfetamín,“ segir rapparinn Sævar Poetrix. 19. október 2014 22:11
„Þetta eru bara dópistar“ Leikarinn Jóhannes Haukur svarar gagnrýnendum sínum fullum hálsi. 28. maí 2015 11:15