Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 23:16 Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. Vísir/Vilhelm Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira