Starfsmenn álversins í Straumsvík segja stjórnendur stunda hræðsluáróður Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 26. júlí 2015 19:05 Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“ Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira