Slökkt á kerskálanum ef það kemur til verkfalls Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. júlí 2015 19:15 Stjórnendur álversins í Straumsvík segja að slökkva verði á kerskála í verksmiðjunni ef kemur til verkfalls starfsmanna eftir rúman mánuð en yfirvinnubann hefst þar á föstudag. Ef slökkt verði á kerskálanum jafngildi það að fyrirtækinu verði lokað. Stjórnendur álversins hafa afþakkað öll viðtöl vegna kjaradeilnanna en svara staðhæfingum Gylfa Ingvarssonar ráðgjafa starfsmanna sem sagði þá stunda hræðsluáróður og hóta lokun álversins gangi þeir ekki að forgangskröfu um aukna heimild til verktöku. Í svari þeirra segir að mjög dýrt sé að endurræsa kersskála eftir að slökkt hefur verið á þeim og erlendis séu dæmi um skála sem hefur verið slökkt á árum saman. Því láti það nærri af ef ekki er kveikt á kerskálunum þurfi að loka fyrirtækinu. Sé kerskálanum lokað sé það ennfremur hreinlega undir móðurfélaginu komið, hvenær og hvort verður kveikt á honum aftur. Gylfi segir starfsmenn í kjarabaráttu, ekki í baráttu til þess að loka fyrirtækinu. „Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að bæta kjör okkar, ekki til að loka fyrirtæki. Enginn góður bóndi slátrar mjólkurkúnni sinni, við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegfærð að bæta kjör starfsmanna.“ Sjónarmið álversins eru að ekkert fyrirtæki á Íslandi þurfi að búa við jafn miklar takmarkanir á verktöku og ISAL en heimildin sem fyrirtækið fer fram á gerir það að verkum að hátt í 80 launamenn gætu orðið verktakar. Ísal er bundið til þess að kaupa tiltekið magn af raforku af Landsvirkjun til ákveðins tíma en stjórnendur vilja ekki svara því til hversu hratt fyrirtækið gæti hætt starfsemi sinni í Straumsvík. Ákvæði samningsins séu trúnaðarmál. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Stjórnendur álversins í Straumsvík segja að slökkva verði á kerskála í verksmiðjunni ef kemur til verkfalls starfsmanna eftir rúman mánuð en yfirvinnubann hefst þar á föstudag. Ef slökkt verði á kerskálanum jafngildi það að fyrirtækinu verði lokað. Stjórnendur álversins hafa afþakkað öll viðtöl vegna kjaradeilnanna en svara staðhæfingum Gylfa Ingvarssonar ráðgjafa starfsmanna sem sagði þá stunda hræðsluáróður og hóta lokun álversins gangi þeir ekki að forgangskröfu um aukna heimild til verktöku. Í svari þeirra segir að mjög dýrt sé að endurræsa kersskála eftir að slökkt hefur verið á þeim og erlendis séu dæmi um skála sem hefur verið slökkt á árum saman. Því láti það nærri af ef ekki er kveikt á kerskálunum þurfi að loka fyrirtækinu. Sé kerskálanum lokað sé það ennfremur hreinlega undir móðurfélaginu komið, hvenær og hvort verður kveikt á honum aftur. Gylfi segir starfsmenn í kjarabaráttu, ekki í baráttu til þess að loka fyrirtækinu. „Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að bæta kjör okkar, ekki til að loka fyrirtæki. Enginn góður bóndi slátrar mjólkurkúnni sinni, við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegfærð að bæta kjör starfsmanna.“ Sjónarmið álversins eru að ekkert fyrirtæki á Íslandi þurfi að búa við jafn miklar takmarkanir á verktöku og ISAL en heimildin sem fyrirtækið fer fram á gerir það að verkum að hátt í 80 launamenn gætu orðið verktakar. Ísal er bundið til þess að kaupa tiltekið magn af raforku af Landsvirkjun til ákveðins tíma en stjórnendur vilja ekki svara því til hversu hratt fyrirtækið gæti hætt starfsemi sinni í Straumsvík. Ákvæði samningsins séu trúnaðarmál.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira