Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2015 13:12 Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann. Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann.
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira