Innlent

Tuttugu einstaklingar skulda LÍN samtals 663 milljónir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Meðalaldur lánþega hefur hækkað.
Meðalaldur lánþega hefur hækkað.
Eftirstöðvar tuttugu hæstu lána Lánasjóðs íslenskra námsmanna standa nú í tæpum 663 milljónum króna. Meðalstaða þessara tuttugu lánþega er 33,1 milljón króna. Allir hafa þeir hafið endurgreiðslur af ánum sínum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni ársskýrslu LÍN fyrir skólaárið 2013-14

Sé litið til þeirra tuttugu sem skulda mest en hafa ekki hafið endurgreiðslur lána þá skulda þeir yfir 500 milljónir króna. Samanlagt skulda því fjörutíu einstaklingar ríflega 1,1 milljarð króna. Meðalupphæð námslána fer hækkandi og er mesta fjölgunin í hópi námsmanna sem skulda meira en 12 m.kr. Þá hækkar meðalaldur greiðenda m.a. vegna þess að námsmenn fara í lengra nám og eru eldri þegar námið hefst.

Á skólaárinu bárust sjóðnum 4.118 umsóknir um undanþágur frá afborgunum en það er fækkun frá árinu á undan. Tæplega tveir af hverjum þremur umsóknum var samþykkt.

Alls voru 35.043 greiðendur af lánum á árinu og hafði þeim fjölgað um 1.722 frá árinu áður. Lánasjóðurinn lagði um 7,6 milljarða króna í afskriftasjóð á árinu sem nærri þreföldun frá árinu áður. Vanskil hafa aukist sér í lagi hjá fólki erlendis og yngri lánþegum. Alls sóttu 13.500 um námslán en 2.700 þeirra stunda nám á erlendri grundu.


Tengdar fréttir

LÍN fylgir ekki almennum reglum í samfélaginu

Hæstiréttur mun dæma í máli ábyrgðarmanns námsláns í vetur sem getur orðið til þess að ábyrgðir námslána verði ógiltar, vinni ábyrgðarmaðurinn málið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.