Enski boltinn

Liverpool að undirbúa tilboð í Benteke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benteke fagnar marki sínu gegn Liverpool í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í vor.
Benteke fagnar marki sínu gegn Liverpool í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í vor. Vísir/Getty
Christian Benteke er enn orðaður við Liverpool í enskum fjölmiðlum en forráðamenn félagsins munu nú vera að undirbúa tilboð í belgíska sóknarmanninn.

Liverpool er við það að ganga frá sölu á Raheem Sterling til Manchester City og ætti því að hafa fjármagn til að gera Aston Villa gott tilboð í Benteke.

Félagið hefur þó þegar greitt meira en 40 milljónir punda fyrir þá Roberto Firmino og Nathaniel Clyne auk þess sem að James Milner og Adam Bogdan komu til félagsins án greiðslu. Liverpool samdi einnig við Danny Ings en enn er óvíst hversu mikið félagið þarf að greiða fyrir hann.

Liverpool þarf á sóknarmanni að halda eftir að Sterling fór enda þóttu Mario Balotelli, Rickie Lambert og Fabio Borini ekki standa undir væntingum á síðasta tímabili auk þess sem að Daniel Sturridge glímdi mikið við meiðsli.

Riftunarverð á samningi Benteke er 32 milljónir punda en forráðamenn Liverpool eru vongóðir um að fá hann á lægri upphæð. Sjálfur er leikmaðurinn sagður viljugur að leita á ný mið en forráðamenn Aston Villa vilja ekki missa hann.

Benteke hefur einnig verið orðaður við stórlið eins og Manchester United, Chelsea og Tottenham en hann skoraði níu mörk í tíu leikjum á lokaspretti síðasta tímabils.


Tengdar fréttir

Ings til Liverpool

Framherjann Danny Ings hefur samið við Liverpool og mun ganga til liðs við Rauða herinn 1. júlí, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.

Samherji Eiðs Smára til Liverpool

Liverpool er búið að finna varaskeifu fyrir aðalmarkvörðinn Simon Mignolet en félagið hefur náð samkomulagi við Ungverjann Adam Bogdan.

Liverpool krækir í leikmann

Liverpool hefur gengið frá kaupum á enska unglingalandsliðsmanninum Joe Gomez frá Charlton á 3,5 milljónir punda, en þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×