Enski boltinn

Liverpool búið að kaupa Firmino

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Firmino hefur skorað fjögur mörk í níu landsleikjum fyrir Brasilíu.
Firmino hefur skorað fjögur mörk í níu landsleikjum fyrir Brasilíu. vísir/getty
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á bandaríska framherjanum Roberto Firmino frá Hoffenheim. Þetta var staðfest á heimasíðu Liverpool í morgun.

Firmino, sem er 23 ára, er nú staddur í Chile með brasilíska landsliðinu sem keppir í Suður-Ameríkukeppninni. Eftir keppnina gengst hann undir læknisskoðun hjá Liverpool.

Firmino gerði fimm ára samning við Liverpool en kaupverðið er 29 milljónir punda. Hann er því næstdýrasti leikmaður í sögu Liverpool á eftir Andy Carroll.

Firmino hefur leikið með Hoffenheim frá árinu 2011 en hann skoraði sjö mörk í 33 deildarleikjum fyrir liðið á síðasta tímabili.

Firmino skoraði annað mark Brasilíu í 2-1 sigri á Venesúela í síðasta leik riðlakeppninnar í Suður-Ameríkukeppninni á sunnudaginn. Brasilía mætir Paragvæ í 8-liða úrslitunum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×