Enski boltinn

Ings til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Ings skoraði 11 mörk fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Danny Ings skoraði 11 mörk fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Framherjann Danny Ings hefur samið við Liverpool og mun ganga til liðs við Rauða herinn 1. júlí, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.

Ings, sem er 22 ára, skoraði 11 mörk fyrir Burnley á nýafstöðnu tímabili en samningur hans við félagið rennur út í lok júní. Hann kemur því til Liverpool á frjálsri sölu.

Ings er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Liverpool á skömmum tíma en í síðustu viku var tilkynnt um að James Milner hefði samið við félagið.

Sjá einnig: Milner búinn að semja við Liverpool.

Ings kom til Burnley frá Bournemouth fyrir fjórum árum og skoraði 43 mörk í 130 leikjum fyrir félagið. Burnley féll úr úrvalsdeildinni í haust eftir eins árs veru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×