Enski boltinn

Sterling til Manchester City fyrir 10,1 milljarð króna

Raheem Sterling mun að öllum líkindum leika með Manchester City á næstu leiktíð.
Raheem Sterling mun að öllum líkindum leika með Manchester City á næstu leiktíð. vísir/getty
Liverpool hefur komist að samkomulagi við Manchester City um kaupverð á Raheem Sterling. Kaupverðið er talið vera 49 milljónir punda eða sem nemur 10,1 milljarði króna.

Sterling á þó eftir að semja um kaup og kjör við City-liðið en miðað við löngun hans til að yfirgefa Liverpool ætti það nú ekki að standa í vegi fyrir því að hann leiki með Manchester City á næstu leiktíð.

Liverpool hafði áður neitað tveimur tilboðum frá Manchester City í Sterling í júní en leikmaðurinn er með samning við Liverpool til ársins 2017. Hann neitaði samningstilboði Liverpool fyrr á þessu ári sem talið er að hafi hljóðað upp á 100.000 pund í vikulaun en það samsvarar tæplega 21 milljón króna í vikulaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×