Enski boltinn

Samherji Eiðs Smára til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool er búið að finna varaskeifu fyrir aðalmarkvörðinn Simon Mignolet en félagið hefur náð samkomulagi við Ungverjann Adam Bogdan.

Bogdan kemur á frjálsri sölu frá Bolton Wanderers þar sem hann var samherji Eiðs Smára Guðjohnsen á síðasta tímabili. Bogdan gengur til liðs við Liverpool þegar samningur hans við Bolton rennur út um næstu mánaðarmót.

Hlutverk Bogdans verður að veita Mignolet samkeppni en Liverpool lét varamarkvörðinn Brad Jones fara á dögunum.

Bogdan er þriðji leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar en áður voru þeir James Milner og Danny Ings búnir að gera samkomulag við félagið. Þeir koma allir á frjálsri sölu til Liverpool.


Tengdar fréttir

Rodgers verður ekki rekinn

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er búinn að funda með eigendum Liverpool um framtíðina hjá félaginu.

Ings til Liverpool

Framherjann Danny Ings hefur samið við Liverpool og mun ganga til liðs við Rauða herinn 1. júlí, að því gefnu að hann standist læknisskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×