Svona er spákortið fyrir sunnudaginn Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2015 15:00 Það verður ekki beint sumarlegt á sunnudag ef spáin rætist. Vísir/vedur.is Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri. Veður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Það er ekki sumarlegt um að litast inni á vefnum vedur.is. Þar birtir Veðurstofa Íslands spá sína fyrir vikuna og er ekki von á fallegu sumarveðri á norðanverðu landinu um komandi helgi. En hvað veldur svona kulda um hásumar hér á Íslandi? Norðanáttin sem verður ríkjandi næstu daga mun dæla köldu sjávarlofti að landinu en þeir landshlutar sem verða svona heppnir að njóta vinda af landi hverju sinni fá að njóta einhverskonar sumars næstu daga. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir á bloggsíðu sinni lægð yfir Labrador dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi. „Og yljar norðurgrænlendingum – og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi,“ skrifar Trausti. Hann segir þetta hlýja loft sparka í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll en reiknimiðstöðvar séu ekki með á hreinu hvað hann geri í kjölfarið. „Óskandi er að við sleppum – ef hann kemur hingað kostar það marga daga af enn meiri kuldaleiðindum.“Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á morgun má búast við dálítilli vætu við norðanverða ströndina, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 16 stig en heldur svalar Norðanlands.Á fimmtudag verður norðanátt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og austan, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á SV- og V-landi.Á föstudag verður norðanátt, 3 – 8 metrar á sekúndu. Víða léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi, hiti 12 til 18 stig. Skýjað og sum staðar smáskúrir á Norður- og Austurlandi, hiti 5 til 10 stig.Á laugardag verður norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri sunnanlands, annars skýjað og rigning með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 – 15 stig, hlýjast sunnan heiða.Á sunnudag og mánudag verður áframhaldandi norðanátt og rigning á norðan- og austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.
Veður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira