„Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 11:49 Hér má sjá rottu í lögn í húsi í höfuðborginni. Mynd/Proline „Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
„Við sjáum rottur í hverri einustu viku. Fyrir stuttu vorum við til dæmis í fjölbýlishúsi þar sem þær voru komnar í eldhús á annarri og þriðju hæð þess,“ segir Andri Svavarsson hjá Proline. Rottur í borginni hafa talsvert verið í umræðunni að undanförnu enda orðnar sýnilegri en oft áður. Andri Svavarsson var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um rottur og ástand lagna í borginni. Proline er eitt þeirra fyrirtækja sem ástandsskoðar og lagfærir frárennslislagnir í húsum. „Það er rétt að fólk láti kanna lagnirnar hjá sér sérstaklega ef það býr í húsi sem var byggt fyrir 1980. Þá hættu steinrörin að mestu og plaströrin tóku við. Steinrörin endast ekki nema í um fjörutíu ár og þarf þá að lagfæra þau.“ Rottur eru seig dýr sem geta nagað sig í gegnum mjög margt. Andri nefnir dæmi þess að hann hafi séð það gerast að rottur hafi nagað sig í gegnum steypu sem ekki var almennilega hörnuð. „Þar sem rörin eru orðin lúin fara þær auðveldlega í gegn.“ Hér má sjá myndband sem Andri tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.Þegar nagdýrin hafa komið sér fyrir í rörunum vilja þær gera sig heimakomnar og stofna þar fjölskyldu. Það tekur rottur um ellefu vikur að vera kynþroska, meðgöngutími er tæpur mánuður og ættartengsl skipta ekki höfuðmáli við val á maka. Þær gjóta yfirleitt ekki oftar en fimm sinnum á ári. Allt að átta ungar geta komið í hverju goti. „Þegar við rennum myndavélunum inn í lagnirnar fælast þær oft í fyrstu en snúa svo aftur þar sem þær eru forvitnar að sjá hvað þetta er sem er að skoða þær. Þær eru miklir skaðvaldar. Oft maka þær jarðvegi inn í rörin og stífla þau og svo viljum við ekki sjá þær í húsunum okkar,“ segir Andri. „Ég veit til dæmis um konu sem vaknaði með bitför í andlitinu eftir að rotta komst inn til hennar.“ Fyrr í vikunni ræddi Vísir við Ólaf Heiðarsson meindýraeyði hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hans tilfinning var að rottum væri ekki að fjölga en ýmsar framkvæmdir og lélegt ástand lagna gerðu þær sýnilegri. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Andra úr Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03 „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08 Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Rottur sýnilegri í borginni en fyrri ár Meindýraeyðar vilja ekki meina að rottur séu fleiri en fyrri ár, þær verði aðeins oftar á vegi okkar. 13. júlí 2015 12:03
„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. 9. júní 2014 20:08
Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustannar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík. 17. desember 2013 07:30