Innlent

Rottur laðaðar að vatnsverndarsvæði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gámaþjónustan uppfyllti ekki starfsleyfi fyrir moltugerð á gamla varnarliðssvæðinu.
Gámaþjónustan uppfyllti ekki starfsleyfi fyrir moltugerð á gamla varnarliðssvæðinu.
Heilbrigðinefnd Suðurnesja afturkallaði fyrir skömmu starfsleyfi Gámaþjónustunnar til moltugerðar við svokallaðan Patterson flugvöll á gamla varnarliðssvæðinu í Njarðvík.

Gámaþjónustan kærði afturköllunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem frestaði því að afturköllunin tæki gildi 1. janúar 2014 eins og heilbrigðisnefndin ákvað.

Heilbrigðiseftirlitið sagði moltuvinnsluna langt inn á vatnsverndarsvæði án heimildar. Plastdræsur fjúki þar um og matarleifar í moltuhaugum dragi að sér rottur og vargfugl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×