Rúmlega helmingur unglinga vill flytja af landi brott Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 23:15 Ríflega helmingur unglinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri vill flytja af landi brott en tæpur þriðjungur jafnaldra þeirra annars staðar á Norðurlandi. vísir/vilhelm Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira