Bjarni: Meiri pressa á þeim að klára litla liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 22:23 Bjarni Guðjónsson var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/pjetur „Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu: Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09 Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
„Einvígið er ennþá í jafnvægi og þetta forskot sem þeir hafa verður fljótt að hverfa þegar við verðum komnir 1-0 yfir úti snemma leiks á fimmtudaginn.“ Þetta sagði kokhraustur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn Rosenborg í fyrri leik KR og norska stórliðsins í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. KR-liðið kom nokkuð á óvart með því að pressa Rosenborg stíft í byrjun, en Vesturbæingar lögðust ekki í vörn gegn norska liðinu. „Við náttúrlega erum bestir þegar við förum framarlega á völlinn. Við lokuðum á þá í föstum leikatriðum og vildum láta þá sparka langt þó Söderlund væri frammi. Við erum með sterka menn í loftinu líka,“ sagði Bjarni. „Við bökkuðum líka þegar þeir sóttu á okkur því þeir fara með ofboðslega marga menn í sókn þannig það var erfitt við þá að eiga. Það má ekki gleyma því að þetta er eitt besta lið Skandinavíu og á fljúgandi siglingu í deildinni.“ „Ég tel að strákarnir fái mikið sjálfstraust úr þessum leik að finna það, að við vorum ekkert mikið síðri.“ Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu: Bjarni var hrifinn af Rosenborg-liðinu en þar inn á milli eru nokkrir virkilega góðir fótboltamenn. „Við erum búnir að sjá mikið af þeim og þeir eru mjög góðir. Þeir eru góðir á boltann, yfirvegaðir og vinna vinnuna sína almennilega. Þetta svipar til Rosenborgarliðsins sem var og hét þegar það raðaði inn titlum,“ sagði Bjarni og hrósaði fyrrverandi framherja FH. „Söderlund er frábær hjá þeim og hefur tekið stórstigum framförum frá því hann spilaði hér. Báðir kantmennirnir hjá þeim eru mjög góðir og sömuleiðis djúpi miðjumaðurinn. Mér sýndist hann haltra stóran hluta leiksins en spilaði samt mjög vel.“ Þjálfarinn er vongóður fyrir seinni leikinn þar sem allt verður undir og það gæti haft slæm áhrif á Rosenborg gangi því illa til að byrja með í leiknum. „Það skiptir okkur minna máli hvort sé spilað heima eða úti. Aftur á móti verður meiri pressa á þeim í Noregi að standa sig og spila vel gegn litlu liði frá Íslandi. Það er eitthvað sem ættum að geta nýtt okkur,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09 Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30 Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram. 16. júlí 2015 22:09
Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld. 16. júlí 2015 22:30
Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. júlí 2015 22:03