Guðjón: Þetta var klúður frá upphafi T'omas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2015 12:58 Ólafur Kristjánsson fékk Guðjón til Nordsjælland en þar gengu hlutirnir ekki upp fyrir framherjann. vísir/getty „Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
„Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira