Blómum stolið af krönsum í Hólavallagarði Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2015 16:04 Kransarnir voru settir upp við leiðið á mánudagskvöld en aðkoman var ekki falleg þremur sólarhringum síðar. Hún var ekki skemmtileg aðkoman að leiði sem búið er að taka frá í Hólavallagarði. Gömul kona var jarðsungin á mánudag, bálför stendur fyrir dyrum og á meðan voru kransar sem bárust í athöfnina hafðir við leiðið. Þegar dætur hinnar látnu komu svo að leiðinu þremur sólarhringum síðar var búið að reita blómin af krönsunum. Sigríður María Jónsdóttir er önnur dætranna og hún segir ömurlegt að fólk hegði sér með þessum hætti. Hvert og eitt einasta blóm hafði verið lesið af krönsunum og borðarnir lágu eins og hráviði um kring. „Við fengum algjört sjokk, við urðum svo aumar. Þetta voru litirnir hennar, mamma vildi blátt. Við urðum bálvondar, sárar og ekki síst sorgmæddar. Þetta er svo mikið virðingarleysi.“Sigríður María segist hafa orðið miður sín þegar hún kom að leiði móður sinnar.Systurnar eru tvær en þær eiga bróður í Ameríku og einn kransinn var einmitt frá honum og hans fjölskyldu. „Við urðum svo aumar að það lá við að við færum að gráta. Þarna er leiði gamallar og góðrar konu – þetta er svo mikil óvirðing við allt og alla,“ segir Sigríður María í samtali við Vísi. Þær systur settu sig í samband við umsjónarmann Hólavallagarðs og hann sagði að þetta hafi fráleitt verið neinn af hans mönnum og blessunarlega hafa þeir þar verið að mestu lausir við skemmdarverk og gripdeildir. Leiðið er við Suðurgötuna, innganginn þar og hugsanlega hafa einhverjir, þá með því að skyggnast sérstaklega í garðinn séð kransana og látið greipar sópa – og svo má náttúrlega sjá leiðið vel ef fólk á leið um garðinn sjálfan. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Sigríður María. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hún var ekki skemmtileg aðkoman að leiði sem búið er að taka frá í Hólavallagarði. Gömul kona var jarðsungin á mánudag, bálför stendur fyrir dyrum og á meðan voru kransar sem bárust í athöfnina hafðir við leiðið. Þegar dætur hinnar látnu komu svo að leiðinu þremur sólarhringum síðar var búið að reita blómin af krönsunum. Sigríður María Jónsdóttir er önnur dætranna og hún segir ömurlegt að fólk hegði sér með þessum hætti. Hvert og eitt einasta blóm hafði verið lesið af krönsunum og borðarnir lágu eins og hráviði um kring. „Við fengum algjört sjokk, við urðum svo aumar. Þetta voru litirnir hennar, mamma vildi blátt. Við urðum bálvondar, sárar og ekki síst sorgmæddar. Þetta er svo mikið virðingarleysi.“Sigríður María segist hafa orðið miður sín þegar hún kom að leiði móður sinnar.Systurnar eru tvær en þær eiga bróður í Ameríku og einn kransinn var einmitt frá honum og hans fjölskyldu. „Við urðum svo aumar að það lá við að við færum að gráta. Þarna er leiði gamallar og góðrar konu – þetta er svo mikil óvirðing við allt og alla,“ segir Sigríður María í samtali við Vísi. Þær systur settu sig í samband við umsjónarmann Hólavallagarðs og hann sagði að þetta hafi fráleitt verið neinn af hans mönnum og blessunarlega hafa þeir þar verið að mestu lausir við skemmdarverk og gripdeildir. Leiðið er við Suðurgötuna, innganginn þar og hugsanlega hafa einhverjir, þá með því að skyggnast sérstaklega í garðinn séð kransana og látið greipar sópa – og svo má náttúrlega sjá leiðið vel ef fólk á leið um garðinn sjálfan. „Þetta er alveg ömurlegt,“ segir Sigríður María.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira