Barnalegt að halda að fall Grikklands hafi ekki geigvænleg áhrif á alla Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2015 21:35 Vísir/EPA Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum frest fram á fimmutdag til að leggja fram nýjar tillögur að samkomulagi við lánardrottna landsins. Þetta varð niðurstaða fundar leiðtoga evruríkjanna í Brussel í kvöld, en á sunnudag hefur verið boðaður annar fundur leiðtoga allra Evrópusambandsríkja. Evruríkin fóru fram á nýjar tillögur í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja sem fram fóru um helgina um fyrri samninga. Fyrir fund dagsins í dag lögðu grísk stjórnvöld til breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum sem að þeirra sögn tók mið af „umboði þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ Donald Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagði að þetta væri mikilvægasta stund í sögu evrusvæðisins í samtali við útlenda fjölmiðla. „Lokafresturinn rennur út í vikunni,“ sagði Tusk og vísaði þar til nýjustu skilyrða Evrópusambandsins. Hann bætti við að greiðslufall Grikkja og fall gríska bankakerfisins myndi hafa áhrif á alla Evrópu og að allir þeir sem tryðu öðru væru blindaðir af barnslegri einfeldni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar evruríkjanna virtu niðurstöður grísku þjóðaratkvæðagreiðslunnar en bæru á sama tíma sameiginlega ábyrgð á framtíð Evrópusambandsins. Hún bætti við að Grikkir þyrftu nú að vinna að langtíma lausn á vandanum, en ekki skammgóðum vermi. Grikkland Tengdar fréttir Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum frest fram á fimmutdag til að leggja fram nýjar tillögur að samkomulagi við lánardrottna landsins. Þetta varð niðurstaða fundar leiðtoga evruríkjanna í Brussel í kvöld, en á sunnudag hefur verið boðaður annar fundur leiðtoga allra Evrópusambandsríkja. Evruríkin fóru fram á nýjar tillögur í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja sem fram fóru um helgina um fyrri samninga. Fyrir fund dagsins í dag lögðu grísk stjórnvöld til breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum sem að þeirra sögn tók mið af „umboði þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ Donald Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagði að þetta væri mikilvægasta stund í sögu evrusvæðisins í samtali við útlenda fjölmiðla. „Lokafresturinn rennur út í vikunni,“ sagði Tusk og vísaði þar til nýjustu skilyrða Evrópusambandsins. Hann bætti við að greiðslufall Grikkja og fall gríska bankakerfisins myndi hafa áhrif á alla Evrópu og að allir þeir sem tryðu öðru væru blindaðir af barnslegri einfeldni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar evruríkjanna virtu niðurstöður grísku þjóðaratkvæðagreiðslunnar en bæru á sama tíma sameiginlega ábyrgð á framtíð Evrópusambandsins. Hún bætti við að Grikkir þyrftu nú að vinna að langtíma lausn á vandanum, en ekki skammgóðum vermi.
Grikkland Tengdar fréttir Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30
Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09