Heimir: Hvar endar þetta? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júní 2015 22:03 Vísir/Ernir „Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
„Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira