Gerir ráð fyrir 250 íbúðum á lóð Ríkisútvarpsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 16:06 Vinningstillaga Arkþing mynd/aðsend Tillaga Arkþing um skipulag lóðar RÚV við Efstaleiti bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og RÚV. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tilkynntu um niðurstöðu samkeppninnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir að að byggingarmagn á lóðinni sé samtals um 31.500 m2, yfir 250 íbúðum til viðbótar við umtalsvert rými fyrir skrifstofu og þjónustubyggingar. Mynd/aðsendSamkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og dómnefnd skilaði einróma niðurstöðu. Í áliti dómnefndar segir:Höfundar vinna markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.Ný byggð er í góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. húsa við Neðstaleiti og Stóragerði svo dæmi sé tekið. Hlutfall á milli einkarýma og garða og tengsl þeirra við samgönguás gangandi og hjólandi umferðar er sannfærandi.Höfundar virðast vinna með grunnform Útvarpshússins og opna á milli húsa fyrir sýn að Útvarpshúsinu sem tryggir því áframhaldandi sess í sínu umhverfi. Á suðurhluti lóðarinnar er sýnd atvinnustarfsemi en þó mætti ímynda sér að viss blöndun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis væri þar möguleg, t.d. íbúðarhúsnæði á efri hæðum.Allt flæði um lóðina er vel leyst og aðgengi í gegnum lóðina fyrir hjólandi, gangandi og akandi umferð er gott.Framsetning er mjög góð og kemur hugmyndum höfunda vel til skila. Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Alls bárust 16 umsóknir um þáttöku og voru fimm aðilar valdir til að skila inn tillögum. RÚV hefur auglýst til sölu byggingarrétt á lóðinni við Efstaleiti. Um er að ræða glæsilega útsýnis lóð, sem er vel staðsett miðsvæðis í borginni við skjólgóða útivistarparadís, í rótgróinni byggð með mikla möguleika fyrir aukna þjónustu og atvinnurekstur. Markmiðið með samstarfi Reykjavíkurborgar og RÚV er að Reykjavíkurborg nái fyrirætlunum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir og RÚV hyggst að nýta ávinningin til að lækka skuldir félagsins sem er yfirskuldsett frá fyrri tíð og hefur stjórn RÚV lagt ríka áherslu á að leysa úr þeim uppsafnaða vanda.Frá athöfnininni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.Mynd/aðsend Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Tillaga Arkþing um skipulag lóðar RÚV við Efstaleiti bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og RÚV. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tilkynntu um niðurstöðu samkeppninnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir að að byggingarmagn á lóðinni sé samtals um 31.500 m2, yfir 250 íbúðum til viðbótar við umtalsvert rými fyrir skrifstofu og þjónustubyggingar. Mynd/aðsendSamkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og dómnefnd skilaði einróma niðurstöðu. Í áliti dómnefndar segir:Höfundar vinna markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.Ný byggð er í góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. húsa við Neðstaleiti og Stóragerði svo dæmi sé tekið. Hlutfall á milli einkarýma og garða og tengsl þeirra við samgönguás gangandi og hjólandi umferðar er sannfærandi.Höfundar virðast vinna með grunnform Útvarpshússins og opna á milli húsa fyrir sýn að Útvarpshúsinu sem tryggir því áframhaldandi sess í sínu umhverfi. Á suðurhluti lóðarinnar er sýnd atvinnustarfsemi en þó mætti ímynda sér að viss blöndun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis væri þar möguleg, t.d. íbúðarhúsnæði á efri hæðum.Allt flæði um lóðina er vel leyst og aðgengi í gegnum lóðina fyrir hjólandi, gangandi og akandi umferð er gott.Framsetning er mjög góð og kemur hugmyndum höfunda vel til skila. Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Alls bárust 16 umsóknir um þáttöku og voru fimm aðilar valdir til að skila inn tillögum. RÚV hefur auglýst til sölu byggingarrétt á lóðinni við Efstaleiti. Um er að ræða glæsilega útsýnis lóð, sem er vel staðsett miðsvæðis í borginni við skjólgóða útivistarparadís, í rótgróinni byggð með mikla möguleika fyrir aukna þjónustu og atvinnurekstur. Markmiðið með samstarfi Reykjavíkurborgar og RÚV er að Reykjavíkurborg nái fyrirætlunum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir og RÚV hyggst að nýta ávinningin til að lækka skuldir félagsins sem er yfirskuldsett frá fyrri tíð og hefur stjórn RÚV lagt ríka áherslu á að leysa úr þeim uppsafnaða vanda.Frá athöfnininni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.Mynd/aðsend
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira