Kjarasamningar VR og atvinnurekenda samþykktir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 13:33 Kjarasamningar VR og atvinnurekenda voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Skrifað var undir samningana þann 29. maí síðastliðinn og atkvæðagreiðsla um þá hófst þann 10. júní. „Greidd voru atkvæði um tvo samninga og voru niðurstöður sem hér segir: Samningur VR og Samtaka atvinnulífsins: Já sögðu 3.786 eða 73,9% en nei sögðu 1.216 eða 23,8% Alls tóku 118 eða 2,3% ekki afstöðu til samningsins. Á kjörskrá voru 27.371 og kosningaþátttaka var því 18,71%,” segir í fréttatilkynningunni. „Samningur VR og Félags atvinnurekenda: Já sögðu 155 eða 72,4% en nei sögðu 57 eða 26,6% Alls tóku 2 eða 0,9% ekki afstöðu til samningsins. Á kjörskrá voru 818 og kosningaþátttaka var því 26,16%. Þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er meiri í ár en hún hefur verið undanfarinn áratug, hæst var hún 15,5% árið 2011 en innan við 10% árið 2004.” Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir í tilkynningunni ánægjulegt að samningarnir hafi verið samþykktir með afgerandi meirihluta og að félagsmenn hafi með þessari niðurstöðu lýst yfir samþykki sínu við þær áherslur sem VR lagði upp með strax í upphafi samningaviðræðna. „Það er ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en okkar launamanna að þessi kjarasamningar skili þeim ávinningi sem að er stefnt og stuðli að stöðugleika,“ segir Ólafía. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þátttaka í kosningum um kjarasamninga VR betri nú en áður "Þetta er alls ekki gott að félagsmaðurinn skuli ekki nýta sér það að kjósa. Þetta er rafræn kosning þannig að þetta getur ekki verið auðveldara.” 22. júní 2015 10:44 Vöffluveisla hjá VR Samingurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum. 29. maí 2015 14:16 Innan við 20 prósent félagsmanna VR hafa greitt atkvæði Um 4.400 félagsmenn VR hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning. 22. júní 2015 08:37 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kjarasamningar VR og atvinnurekenda voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Skrifað var undir samningana þann 29. maí síðastliðinn og atkvæðagreiðsla um þá hófst þann 10. júní. „Greidd voru atkvæði um tvo samninga og voru niðurstöður sem hér segir: Samningur VR og Samtaka atvinnulífsins: Já sögðu 3.786 eða 73,9% en nei sögðu 1.216 eða 23,8% Alls tóku 118 eða 2,3% ekki afstöðu til samningsins. Á kjörskrá voru 27.371 og kosningaþátttaka var því 18,71%,” segir í fréttatilkynningunni. „Samningur VR og Félags atvinnurekenda: Já sögðu 155 eða 72,4% en nei sögðu 57 eða 26,6% Alls tóku 2 eða 0,9% ekki afstöðu til samningsins. Á kjörskrá voru 818 og kosningaþátttaka var því 26,16%. Þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er meiri í ár en hún hefur verið undanfarinn áratug, hæst var hún 15,5% árið 2011 en innan við 10% árið 2004.” Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir í tilkynningunni ánægjulegt að samningarnir hafi verið samþykktir með afgerandi meirihluta og að félagsmenn hafi með þessari niðurstöðu lýst yfir samþykki sínu við þær áherslur sem VR lagði upp með strax í upphafi samningaviðræðna. „Það er ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en okkar launamanna að þessi kjarasamningar skili þeim ávinningi sem að er stefnt og stuðli að stöðugleika,“ segir Ólafía. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þátttaka í kosningum um kjarasamninga VR betri nú en áður "Þetta er alls ekki gott að félagsmaðurinn skuli ekki nýta sér það að kjósa. Þetta er rafræn kosning þannig að þetta getur ekki verið auðveldara.” 22. júní 2015 10:44 Vöffluveisla hjá VR Samingurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum. 29. maí 2015 14:16 Innan við 20 prósent félagsmanna VR hafa greitt atkvæði Um 4.400 félagsmenn VR hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning. 22. júní 2015 08:37 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þátttaka í kosningum um kjarasamninga VR betri nú en áður "Þetta er alls ekki gott að félagsmaðurinn skuli ekki nýta sér það að kjósa. Þetta er rafræn kosning þannig að þetta getur ekki verið auðveldara.” 22. júní 2015 10:44
Innan við 20 prósent félagsmanna VR hafa greitt atkvæði Um 4.400 félagsmenn VR hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning. 22. júní 2015 08:37