Vilja öll afnema bann við guðlasti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:15 Unnur Brá er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni. Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni.
Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira