Vilja öll afnema bann við guðlasti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:15 Unnur Brá er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Vilhelm Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni. Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Samstaða ríkir um afnám ákvæðis sem bannar guðlast í almennum hegningarlögum í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Skiptar skoðanir eru á afnáminu á meðal trúfélaga en þjóðkirkjan styður breytingarnar. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd í gær. Rétti tíminn núna Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata í vetur en það fellst í því að fella á brott ákvæði hegningarlaga sem leggja bann við guðlasti. Í núgildandi lögum segir að hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt samhljóða úr nefndinni. „Það er alla vega niðurstaða nefndarinnar að þetta sé tímabært, að afnema þetta ákvæði,“ segir hún. Ekki allir sammála nefndinni Fjöldi gesta var boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. Unnur Brá segir að skiptar skoðanir hafi verið á breytingunum en bendir á að önnur ákvæði hegningarlaga um hatursáróður haldi sér. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir hjá ýmsum en flestir voru sammála því að þetta mætti missa sín. Svo er auðvitað alveg ljós að ákvæði 233. greinar a í hegningarlögunum um hatursorðærðu og hatursorðræðu helst óbreytt og það er auðvitað ákvæði sem skiptir máli,“ segir þingkonan. Unnur Brá segist ekki vita hvort það náist að afgreiða frumvarpið sem lög fyrir þinglok. Hún segir málið vera úr höndum nefndarinnar og nú taki við samningar þingflokksformanna um hvaða mál klárast fyrir þinglok. Hún segir ómögulegt að segja til um hvort átök verða um málið í þinginu þó að samstaða hafi verið um frumvarpið í nefndinni.
Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira