Erlent

Hollandi gert að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður Greenpeace sagði dóminn sem féll í morgun marka tímamót.
Talsmaður Greenpeace sagði dóminn sem féll í morgun marka tímamót. Vísir/Getty
Dómstóll í Hollandi hefur fyrirskipað þarlendum stjórnvöldum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 25 prósent fram til ársins 2020.

Í frétt BBC segir að umhverfisverndarsinnar vonist til að málið verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki.

Samtökin Urgenda sóttu málið fyrir hönd um 900 hollenskra ríkisborgara. Sögðu samtökin hollensk stjórnvöld bera ábyrgð á því að vernda landsmönnum frá þeim hættum sem fylgja loftslagsbreytingum.

Jasper Teulings, talsmaður Greenpeace, sagði dóminn marka tímamót en verjendur vildu ekki tjá sig eftir að dómurinn féll í Haag í morgun.

Í dómnum segir að með núgildandi stefnu Hollandsstjórnar muni Hollendingar einungis draga úr losun um 17 prósent fram til ársins 2020. „Málsaðilar eru sammála um alvarleika og umfang loftslagsbreytinga gera það að verkum að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“

Evrópusambandið setti sér nýverið það markmið að draga úr losun um 40 prósent fram til ársins 2030.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×