Sjúkraflutningar gætu lengst um allt að tólf mínútur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2015 16:36 Mælingar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um 7,5-11,5 mínútur. mynd/skýrsla stýrihóps Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. Engu að síður telur nefndin Hvassahraun besta kostinn fyrir innanlandsflugvöll en skýrsla nefndarinnar var kynnt fyrr í dag.Í skýrslunni kemur fram að meðaltími allra flutninga frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítala, hvort sem er við Hringbraut eða í Fossvogi, sé í dag 5-6 mínútur. Rögnunefndin óskaði eftir mati Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á því hversu langan tíma tæki að fara frá Hvassahrauni á spítalann og var því sviðsettur forgangsakstur frá mislægum gatnamótum Hvassahrauns og Reykjanesbrautar að Landspítala. Mælingarnar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um 7,5-11,5 mínútur. Þá má búast við því, að óbreyttum öðrum þáttum sjúkraflutninga, að tími sjúkraflutnings með sjúkraflugi lengist um 8,5-12,5 mínútur vegna lengri flug-og aksturstíma. Nefndin sendi velferðarráðuneytinu til umsagnar drög að minnisblaði um sjúkraflutninga og flugvallar og drög að minnisblaði um niðurstöður sviðsetningar á forgangsakstri. Í umsögn ráðuneytisins kom fram að „allar lengingar á flutningstíma sjúklings eru til hins verra og þurfa aðrir kostir að koma á móti til að vega þær upp. Ráðuneytið hafi ekki undir höndum nein rannsóknargögn sem sýna nýtingarhlutfall hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni og þar með aðgengi að LSH fyrir sjúklinga í sjúkraflugi. Þegar þau gögn liggi fyrir sé betur hægt að meta hvort hugsanlegur flutningur flugvallar úr Vatnsmýri í Hvassahraun geti almennt ógnað öryggi sjúklinga.“ Tengdar fréttir Skýrslan breytir engu um baráttuna fyrir flugvelli í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna segist ætla að standa keikrétt gegn skammtímagróðasjónarmiðum sem snúa að uppbyggingu á svæðinu. 25. júní 2015 16:25 Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. Engu að síður telur nefndin Hvassahraun besta kostinn fyrir innanlandsflugvöll en skýrsla nefndarinnar var kynnt fyrr í dag.Í skýrslunni kemur fram að meðaltími allra flutninga frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítala, hvort sem er við Hringbraut eða í Fossvogi, sé í dag 5-6 mínútur. Rögnunefndin óskaði eftir mati Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á því hversu langan tíma tæki að fara frá Hvassahrauni á spítalann og var því sviðsettur forgangsakstur frá mislægum gatnamótum Hvassahrauns og Reykjanesbrautar að Landspítala. Mælingarnar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um 7,5-11,5 mínútur. Þá má búast við því, að óbreyttum öðrum þáttum sjúkraflutninga, að tími sjúkraflutnings með sjúkraflugi lengist um 8,5-12,5 mínútur vegna lengri flug-og aksturstíma. Nefndin sendi velferðarráðuneytinu til umsagnar drög að minnisblaði um sjúkraflutninga og flugvallar og drög að minnisblaði um niðurstöður sviðsetningar á forgangsakstri. Í umsögn ráðuneytisins kom fram að „allar lengingar á flutningstíma sjúklings eru til hins verra og þurfa aðrir kostir að koma á móti til að vega þær upp. Ráðuneytið hafi ekki undir höndum nein rannsóknargögn sem sýna nýtingarhlutfall hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni og þar með aðgengi að LSH fyrir sjúklinga í sjúkraflugi. Þegar þau gögn liggi fyrir sé betur hægt að meta hvort hugsanlegur flutningur flugvallar úr Vatnsmýri í Hvassahraun geti almennt ógnað öryggi sjúklinga.“
Tengdar fréttir Skýrslan breytir engu um baráttuna fyrir flugvelli í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna segist ætla að standa keikrétt gegn skammtímagróðasjónarmiðum sem snúa að uppbyggingu á svæðinu. 25. júní 2015 16:25 Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36 Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Skýrslan breytir engu um baráttuna fyrir flugvelli í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna segist ætla að standa keikrétt gegn skammtímagróðasjónarmiðum sem snúa að uppbyggingu á svæðinu. 25. júní 2015 16:25
Rögnunefndin: Áætlaður stofnkostnaður flugvallar í Hvassahrauni 22 til 25 milljarðar Verði farið í breytingar á núverandi flugvelli í Vatnsmýri er áætlaður stofnkostnaður um 18 til 32 milljarðar króna. 25. júní 2015 14:36
Rögnunefnd hefur lokið störfum: Lestu skýrsluna í heild sinni Hvassahraun var talið besti staðurinn undir nýjan innanlandsflugvöll. 25. júní 2015 14:43
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13