Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2015 15:49 Skjáskot úr myndbandinu. Jackass-meðlimurinn og Íslandsvinurinn Bam Margera, sem fékk að kenna á því hjá íslenskum röppurum á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi, hefur birt nýtt myndband á Facebook-síðu sinni. Af því má ætla að hann sé að upplýsa aðdáendur sína, sem telja á fimmtu milljón, um stöðu mála í kjölfar barsmíðanna sem hann varð fyrir í Laugardalnum. Eins og sjá má í myndbandinu að neðan les Margera inn á myndbandið en myndefnið er göngutúr hans upp Frakkastíginn í Þingholtunum í Reykjavík. Honum virðist niðri fyrir, rifjar upp látinn félaga sem unni Íslandi og ítrekar fyrirætlanir sínar að opna hjólabrettagarð fyrir íslenska „skeitara“. „Þeir sátu fyrir mér. Það var ráðist á mig. Sem betur fer var Nicky ekki á svæðinu til að sjá þá berja mig í klessu. Hún hefði endað með glóðurauga og í fangelsi. Hún er orðljót,“ segir Margera og hótar hefndaraðgerðum. Nicky, Nicole Boyd Margera, er eiginkona Margera sem hann kvæntist á Íslandi árið 2013. Myndbandinu lýkur svo á drónaupptöku af Hallgrímskirkju sem erfitt er að segja til um hvernig tengist fyrri hluta myndbandsins fyrir utan að gera það á einhvern hátt áhrifameira. Greinilegt er að Margera hefur nýtt tímann á Íslandi nokkuð til þess að taka upp myndbönd af sjálfum sér en myndbandið af slagsmálunum á Secret Solstice var frá honum komið.Here's a teaser to get everyone up to date... Earth Rocker... -BamPosted by Bam Margera on Thursday, June 25, 2015 Tengdar fréttir Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Bam Margera mætti tvisvar til að leggja fram kæru í kjölfar samskipta sinna við íslenska rappara á Secret Solstice. Hann hætti við í bæði skiptin. 25. júní 2015 09:00 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Jackass-meðlimurinn og Íslandsvinurinn Bam Margera, sem fékk að kenna á því hjá íslenskum röppurum á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi, hefur birt nýtt myndband á Facebook-síðu sinni. Af því má ætla að hann sé að upplýsa aðdáendur sína, sem telja á fimmtu milljón, um stöðu mála í kjölfar barsmíðanna sem hann varð fyrir í Laugardalnum. Eins og sjá má í myndbandinu að neðan les Margera inn á myndbandið en myndefnið er göngutúr hans upp Frakkastíginn í Þingholtunum í Reykjavík. Honum virðist niðri fyrir, rifjar upp látinn félaga sem unni Íslandi og ítrekar fyrirætlanir sínar að opna hjólabrettagarð fyrir íslenska „skeitara“. „Þeir sátu fyrir mér. Það var ráðist á mig. Sem betur fer var Nicky ekki á svæðinu til að sjá þá berja mig í klessu. Hún hefði endað með glóðurauga og í fangelsi. Hún er orðljót,“ segir Margera og hótar hefndaraðgerðum. Nicky, Nicole Boyd Margera, er eiginkona Margera sem hann kvæntist á Íslandi árið 2013. Myndbandinu lýkur svo á drónaupptöku af Hallgrímskirkju sem erfitt er að segja til um hvernig tengist fyrri hluta myndbandsins fyrir utan að gera það á einhvern hátt áhrifameira. Greinilegt er að Margera hefur nýtt tímann á Íslandi nokkuð til þess að taka upp myndbönd af sjálfum sér en myndbandið af slagsmálunum á Secret Solstice var frá honum komið.Here's a teaser to get everyone up to date... Earth Rocker... -BamPosted by Bam Margera on Thursday, June 25, 2015
Tengdar fréttir Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Bam Margera mætti tvisvar til að leggja fram kæru í kjölfar samskipta sinna við íslenska rappara á Secret Solstice. Hann hætti við í bæði skiptin. 25. júní 2015 09:00 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Bam Margera mætti tvisvar til að leggja fram kæru í kjölfar samskipta sinna við íslenska rappara á Secret Solstice. Hann hætti við í bæði skiptin. 25. júní 2015 09:00
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47