Sjáið viðtalið við Tryggva: Ég þarf að fara að fullorðnast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 19:02 Tryggvi Guðmundsson var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld þar sem hann fór yfir atburði helgarinnar með Sighvati Jónssyni. ÍBV leysti Tryggva Guðmundsson frá störfum sem aðstoðarþjálfara liðsins í Pepsi-deild karla í dag en hann fékk ekki að stýra liðinu á móti Blikum í gær eftir að hafa mætt fullur á æfingu liðsins á laugardaginn, daginn fyrir leik. Ingi Sigurðsson stýrði ÍBV-liðinu í leiknum þar sem liðið vann Breiðablik 2-0 og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Kópavogsliðið í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla á Íslandi en hann er einnig markahæsti leikmaður ÍBV í deild þeirra bestu. Sighvatur bað Tryggva um að segja frá sinni hlið á þessu máli. „Ég mæti á æfingu á laugardaginn sem er dagurinn fyrir leik. Ég var þá búinn að fá mér marga bjóra og svoleiðis er það nú bara," sagði Tryggvi. Sighvatur spurði Tryggva hvort að það hafi verið strax ákveðið að hálfu ÍBV að þetta hafi verið brot á samningi. „Já, það er alveg klárt. Ég viðurkenndi þetta strax og við kláruðum þetta bara í bróðerni," segir Tryggvi en var þetta ekki harkaleg ákvörðun að hálfu félagsins. „Nei alls ekki. Þetta er fyrst og fremst og aðallega stór mistök hjá mér. Klúbburinn gerir það eina rétta," segir Tryggvi en hvað tekur nú við. „Það er ekkert fótbolta tengt og meira tengt sjálfum mér og hausnum á mér. Þetta er spurning um vellíðan og vanlíðan. Ég þarf að vinna með sjálfum mér og hætta að vera svona góður við sjálfan mig. Ég þarf að taka til í hausnum á mér og fara að fullorðnast," segir Tryggvi en er meðferð á næsta leiti. „Það má vel vera að það sé inn í myndinni," segir Tryggvi. Þetta er ekki fyrsta sinn sem svona gerist hjá Tryggva hjá ÍBV en var þetta eitthvað sem menn höfðu með þegar samningur hans við ÍBV var settur saman. „Miðað við það sem á undan er gengið þá sömdum við þannig og eðlilega. Ef eitthvað svona myndi koma upp þá yrði tekið á því. Það hefur verið gert," sagði Tryggvi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Tryggva hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54 Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld þar sem hann fór yfir atburði helgarinnar með Sighvati Jónssyni. ÍBV leysti Tryggva Guðmundsson frá störfum sem aðstoðarþjálfara liðsins í Pepsi-deild karla í dag en hann fékk ekki að stýra liðinu á móti Blikum í gær eftir að hafa mætt fullur á æfingu liðsins á laugardaginn, daginn fyrir leik. Ingi Sigurðsson stýrði ÍBV-liðinu í leiknum þar sem liðið vann Breiðablik 2-0 og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Kópavogsliðið í Pepsi-deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson er markahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla á Íslandi en hann er einnig markahæsti leikmaður ÍBV í deild þeirra bestu. Sighvatur bað Tryggva um að segja frá sinni hlið á þessu máli. „Ég mæti á æfingu á laugardaginn sem er dagurinn fyrir leik. Ég var þá búinn að fá mér marga bjóra og svoleiðis er það nú bara," sagði Tryggvi. Sighvatur spurði Tryggva hvort að það hafi verið strax ákveðið að hálfu ÍBV að þetta hafi verið brot á samningi. „Já, það er alveg klárt. Ég viðurkenndi þetta strax og við kláruðum þetta bara í bróðerni," segir Tryggvi en var þetta ekki harkaleg ákvörðun að hálfu félagsins. „Nei alls ekki. Þetta er fyrst og fremst og aðallega stór mistök hjá mér. Klúbburinn gerir það eina rétta," segir Tryggvi en hvað tekur nú við. „Það er ekkert fótbolta tengt og meira tengt sjálfum mér og hausnum á mér. Þetta er spurning um vellíðan og vanlíðan. Ég þarf að vinna með sjálfum mér og hætta að vera svona góður við sjálfan mig. Ég þarf að taka til í hausnum á mér og fara að fullorðnast," segir Tryggvi en er meðferð á næsta leiti. „Það má vel vera að það sé inn í myndinni," segir Tryggvi. Þetta er ekki fyrsta sinn sem svona gerist hjá Tryggva hjá ÍBV en var þetta eitthvað sem menn höfðu með þegar samningur hans við ÍBV var settur saman. „Miðað við það sem á undan er gengið þá sömdum við þannig og eðlilega. Ef eitthvað svona myndi koma upp þá yrði tekið á því. Það hefur verið gert," sagði Tryggvi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Tryggva hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54 Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Tryggvi rekinn frá ÍBV | Braut af sér í starfi Tryggvi Guðmundsson er hættur sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir: 29. júní 2015 10:54
Tryggvi mætti á æfingu undir áhrifum: „Ég gerði mistök“ Tryggvi Guðmundsson segist ætla að skoða sín mál eftir að vera rekinn frá ÍBV. 29. júní 2015 11:13