Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2015 13:15 Þingheimur vísir/vilhelm Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið. Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira