Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2015 19:20 Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira