Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2015 19:20 Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira