Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2015 19:20 Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira