Íbúum Hlíðarhjalla tjáð hvar maðurinn er niðurkominn Bjarki Ármannsson skrifar 3. júní 2015 11:00 Enn liggur ekki fyrir hvort skotið hafi verið úr byssu í Hlíðarhjalla í gær. Vísir/Vilhelm Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50
Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04