Íbúum Hlíðarhjalla tjáð hvar maðurinn er niðurkominn Bjarki Ármannsson skrifar 3. júní 2015 11:00 Enn liggur ekki fyrir hvort skotið hafi verið úr byssu í Hlíðarhjalla í gær. Vísir/Vilhelm Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Íbúum fjölbýlishússins við Hlíðarhjalla 53 hefur verið tilkynnt hvar eigandi íbúðarinnar sem setið var um í sex tíma í gær er niðurkominn. Enn liggur ekki fyrir hvort hvellirnir sem heyrðust við íbúðina í gær hafi verið skothvellir en lögregla mætti á svæðið á mánudag eftir að högl fundust í garðinum um helgina.Telja botn kominn í málið Sem kunnugt er, reyndist íbúðin mannlaus þegar lögregla fór inn í hana seint í gær. Þá hafði verið uppi grunur um að maður væri þar vopnaður haglabyssu. Lögregla náði tali af eiganda íbúðarinnar í gær en hefur ekki viljað greina frá því opinberlega hvar maðurinn er staddur. Þeir íbúar hússins sem fréttastofa hefur rætt við í dag segjast nokkuð rólegir yfir málinu og telja að botn sé kominn í það, þrátt fyrir að enginn sé í haldi lögreglu vegna málsins. „Við upplifum það þannig,“ segir Helga Þóra Jónsdóttir, formaður húsfélagsins. „Það er öllum brugðið eftir gærdaginn en svo er bara léttir að þetta var ekki neitt.“Frá vettvangi í gær.Vísir/VilhelmSkot í garði og í bíl Á laugardag fundust við vorhreingerningar högl í garðinum við fjölbýlishúsið og ummerki um haglaskot í girðingu. Íbúar tilkynntu lögreglu strax um málið og hún mætti á vettvang á mánudeginum. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að þann 9. apríl síðastliðinn var skotið á bíl úr haglabyssu á bílastæði við Hjallakirkju, sem er við hliðina á fjölbýlishúsinu. Þegar svo var tilkynnt um hvelli í gær, mætti lögregla og sérsveit á staðinn, rýmdi húsið og sátu um íbúð mannsins mannsins. Helga segir lögreglu eiga skilið þakkir fyrir hvernig staðið var að aðgerðinni. „Ég var úti og ég átti dóttur og barnabarn inni,“ segir hún. „Lögregla aðstoðaði þau út og passaði svo vel upp á að barnið yrði ekki hrætt. Þannig að það eru allir rólegir. Þetta fór mjög vel.“ Samkvæmt lögreglu hefur maðurinn ekki verið heima „að undanförnu“ en það útilokar þó ekki að hann hafi getað skotið höglunum sem fundust í garðinum, þar sem þau gætu verið margra vikna gömul.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50
Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla Skólinn stendur rétt við blokkina í Hlíðahjalla þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir frá því um fjögurleytið. 2. júní 2015 18:27
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04