Innlent

Öll börnin voru farin heim úr Álfhólsskóla Hjalla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Álfhólfsskóli stendur rétt norðan við Hlíðarhjalla 53 þar sem lögregluaðgerðir standa yfir.
Álfhólfsskóli stendur rétt norðan við Hlíðarhjalla 53 þar sem lögregluaðgerðir standa yfir. Mynd/Loftmyndir.is
Skólahaldi var lokið og börn í 5.-10. bekk í Álfhólsskóla Hjalla farin heim á leið þegar skothvellir heyrðust úr blokk við Hlíðarhjalla í Kópavogi um fjögurleytið í dag. Blokkin stendur rétt við skólann en aðeins starfsmenn voru á svæðinu þegar lögregla mætti á vettvang. Var skólanum lokað um leið.

Áfhólsskóli er rekinn á tveimur stöðum í Kópavogi. Annars vegar nemendur upp í 4. bekk í Digranesi og hins vegar frá 5. upp í 10. bekk í Hjalla rétt við fjölbýlishúsið þar sem lögregluaðgerðir hafa staðið yfir síðan um fjögurleytið.

Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri í Álfhólsskóla, segir í samtali við Vísi að nemendur í Hjalla hafi verið farnir heim til sín þegar fregnir bárust af skothvellum í nágrenninu.

Enn voru nemendur í dægradvöl í Digranesi þegar atburðarásin á sér stað. Sigrún segir að nemendur hafi verið færðir inn í hús og þess beðið að foreldrar kæmu að sækja þá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×