Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2015 17:50 Fleiri tugi hola mátti sjá á bílnum auk þess sem rúða var brotin. Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04
Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50