Búið að loka fyrir sölu á miðum í Color Run Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2015 23:24 Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Vísir/Getty Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Sjá meira
Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum.
Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Sjá meira
Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30
The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24
Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07