Búið að loka fyrir sölu á miðum í Color Run Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2015 23:24 Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Vísir/Getty Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum.
Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30
The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24
Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07