Búið að loka fyrir sölu á miðum í Color Run Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2015 23:24 Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Vísir/Getty Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum.
Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30
The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24
Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07