Erlent

150 manns fórust í sprengingu á bensínstöð í Gana

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir höfðu leitað skjóls á bensínstöðinni vegna úrhellisrigningar.
Fjölmargir höfðu leitað skjóls á bensínstöðinni vegna úrhellisrigningar. Vísir/AFP
Forseti Afríkuríkisins Gana hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu eftir að um 150 manns létust í sprengingu við bensínstöð í höfuðborginni Accra fyrr í dag.

Fjölmargir höfðu leitað skjóls á bensínstöðinni vegna úrhellisrigningar sem jafnframt er talin hafa leitt til eldsins og sprengingarinnar.

John Dramani Mahama forseti mætti á slysstaðinn fyrr í dag og sagði atburðinn hörmulegan og án fordæmis í landinu.

Í frétt BBC kemur fram að ríkisstjórn landsins hafi heitið því að verja háum fjárhæðum til aðstoðar fórnarlömbum flóðanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×