Erlent

Ungur ljósmyndanemi nær ótrúlegum myndum af eldgosinu í Indónesíu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Eldjfallavirkni hefur verið mikil undanfarnar tvær vikur.
Eldjfallavirkni hefur verið mikil undanfarnar tvær vikur. Vísir/EPA
Mount Sinabung í Indónesíu gýs nú og þykkir reykmekkir stíga upp frá fjallinu og hraun rennur niður fjallshlíðarnar. Ungur ljósmyndanemi hefur náð ótrúlegum myndum af eldgosinu sem sjá má í fréttinni.

Viðvörunarstig vegna gossins var hækkað í gær, föstudag.

Um 2700 manns hafa verið fluttir af indónesísku eyjunni Súmötru vegna aukinnar eldfjallavirkni í héraðinu undanfarnar tvær vikur.

Þegar hafa íbúar frá fjórum bæjum sem standa suður við fjallið og suð-austan þess verið fluttir frá eldfjallasvæðunum.

Ljósmyndaneminn Ahmad Zikri Mohamad Zuki hefur verið að mynda gosið undanfarnar vikur og sett myndirnar á Instagram. Hann sagði í samtali við CNN að síðastlilðna viku hafi verið mikið streymi af gjósku niður hlíðar fjallsins. Þetta streymi af gjósku getur náð talsverðum hraða.

Zuki, sem er 23 ára gamall og býr í Kúala Lúmpur í Malasíu, sagðist vera hissa en líka spenntur að sjá eldfjallið lifna við á ný. Hann hefur verið að skrásetja virkni eldfjallsins Mount Sinabung síðan á síðasta ári. Myndir Zuki má sjá í fréttinni.

ڬنتر كران باڬيكو اين ماس دڤن 05June2015#visualdiary

A photo posted by Visual Diary (@zikskyy) on

Yfirvöld í Indónesíu hafa sett upp skýli og opinber eldhús fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og munu yfirvöld að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með virkni eldfjallsins.

Eyjarklasi Indónesíu samanstendur af yfir þrettánþúsund eyjum og yfir 75 prósent íbúanna búa á svæði sem er innan við hundrað kílómetra frá virku eldfjallasvæði.

Catatan Menuju Kematian #427anaktanggasebelumkesyurga

A photo posted by Visual Diary (@zikskyy) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×