Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júní 2015 22:03 Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan. Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30
Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24