Innlent

Áfram funda iðnaðarmenn

Bjarki Ármannsson skrifar
Áfram er fundað í húsakynnum Ríkissáttasemjara.
Áfram er fundað í húsakynnum Ríkissáttasemjara.
Samningafundur Matvís, RafIðn og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) annars vegar og Samtaka atvinnulífisins (SA) hins vegar hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan kortér yfir þrjú í dag og stendur enn yfir. Boðað verkfall þessara félaga hefst á miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir ástandið í viðræðunum „krítískt“ og að það gæti ráðist á næsta klukkutíma eða svo hvort af verkfalli verði.

Þá lauk samningafundi Samiðnar, Félags hársnyrtisveina og bókagerðarmanna við SA fyrr í dag án niðurstöðu. Næsti fundur hefur verið boðaður á morgun.

Fyrirhuguðu verkfalli þessara þriggja félaga, sem átti að hefjast á miðvikudag, var frestað síðastliðinn laugardag en Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segist allt eins eiga von á því að samningafundir standi áfram út vikuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×