Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:18 „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni. Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni.
Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00