Lífið

Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Í bakgrunn sést glitta í hina rússnesku Polinu Gagarina.
Í bakgrunn sést glitta í hina rússnesku Polinu Gagarina.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hátíðlega í kvöld, líkt og svo margir aðrir Íslendingar. Fagnar hann með þriggja laga súkkulaðiköku, skreyttri gúmmíkörlum. Hann hefur þó yfir fleiru að gleðjast því ríkisstjórnin er tveggja ára í dag.

„Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ skrifar forsætisráðherrann á Facebook. Gera má ráð fyrir að hann sé með þessari færslu að gera grín að sjálfum sér, því kökuát hans hefur oftar en einu sinni ratað í fjölmiðla. Var það meðal annars tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heims á dögunum.

Nú í byrjun maí yfirgaf ráðherrann þingsal á meðan fyrirspurnum sem beint var til hans var til umræðu, til þess að fá sér súkkulaðitertu með niðursoðnum perum. Var hann meðal annars harðlega gagnrýndur af Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði hún.

Það var þó ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakaði Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku.

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 23. maí 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×