Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2015 12:15 Þáttastjórnandinn Peter Sagal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og svona gæti umtalaðasta súkkulaðikökusneið landsins hafa litið út. Visir Súkkulaðikökuát Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra var tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heimsins, Wait Wait… Don't Tell Me á útvarpsstöðinni NPR (National Public Radio) á dögunum. Í þættinum þarf fólk að giska í eyðurnar en teknar eru fyrir furðufréttir úr öllum heimshornum. Þátturinn hefur verið í gangi frá árinu 1998 og er líklega vinsælasti spurninga- og grínþátturinn í útvarpi vestan hafs.Halldór gerði grín að kökumálinu í Fréttablaðinu í vikunni.Teikning/HalldórStjórnarandstaðan varð æf síðastliðinn mánudag þegar Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræða. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum.Sjá einnig:Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, sagði að hann hefði ekki haldið að neitt í hegðun forsætisráðherra lengur gæti komi honum á óvart. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa.”„Og þetta er satt“ Í útvarpsþættinum Wait Wait…Don't tell me á laugardaginn var komið inn á skemmtilegar fréttir vestra og víðar í heiminum. Lögreglumenn sem þurftu að hjálpa manni sem festist í körfuboltahring í Seattle var dæmi um frétt sem tekin var fyrir en síðar var komið að forsætisráðherra vor. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað?Hér má sjá atriðið úr þættinum skriftað. Textinn er tekinn af síðu NPR.Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr.Sjá einnig:Fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkutröll íshokkílandsliðsins Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu áhorfendur upp úr á nýjan leik.Einnar hæðar Djöflaterta Má ætla að Peter Sagal hafi fengið ítarlegar upplýsingar sínar um súkkulaðikökuna girnilegu í gegnum frétt Nútímans þar sem kakan var greind því sem næst í öreindir. „Kakan var þó aðeins einnar hæðar og boðið var upp á rjóma með. Heimildir Nútímans herma að Sigmundur hafi fengið síðustu sneiðina, lokað sig af og borðað hana,“ sagði í frétt Nútímans.Sigmundur og súkkulaðikakan voru tekin fyrir í hlutanum Listen to the Story sem heyra má í spilaranum að neðan. Spurningin um ráðherra okkar er borin upp eftir um fjóra og hálfa mínútu. Alþingi Tengdar fréttir „Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47 "Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Súkkulaðikökuát Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra var tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heimsins, Wait Wait… Don't Tell Me á útvarpsstöðinni NPR (National Public Radio) á dögunum. Í þættinum þarf fólk að giska í eyðurnar en teknar eru fyrir furðufréttir úr öllum heimshornum. Þátturinn hefur verið í gangi frá árinu 1998 og er líklega vinsælasti spurninga- og grínþátturinn í útvarpi vestan hafs.Halldór gerði grín að kökumálinu í Fréttablaðinu í vikunni.Teikning/HalldórStjórnarandstaðan varð æf síðastliðinn mánudag þegar Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræða. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum.Sjá einnig:Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, sagði að hann hefði ekki haldið að neitt í hegðun forsætisráðherra lengur gæti komi honum á óvart. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa.”„Og þetta er satt“ Í útvarpsþættinum Wait Wait…Don't tell me á laugardaginn var komið inn á skemmtilegar fréttir vestra og víðar í heiminum. Lögreglumenn sem þurftu að hjálpa manni sem festist í körfuboltahring í Seattle var dæmi um frétt sem tekin var fyrir en síðar var komið að forsætisráðherra vor. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað?Hér má sjá atriðið úr þættinum skriftað. Textinn er tekinn af síðu NPR.Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr.Sjá einnig:Fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkutröll íshokkílandsliðsins Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu áhorfendur upp úr á nýjan leik.Einnar hæðar Djöflaterta Má ætla að Peter Sagal hafi fengið ítarlegar upplýsingar sínar um súkkulaðikökuna girnilegu í gegnum frétt Nútímans þar sem kakan var greind því sem næst í öreindir. „Kakan var þó aðeins einnar hæðar og boðið var upp á rjóma með. Heimildir Nútímans herma að Sigmundur hafi fengið síðustu sneiðina, lokað sig af og borðað hana,“ sagði í frétt Nútímans.Sigmundur og súkkulaðikakan voru tekin fyrir í hlutanum Listen to the Story sem heyra má í spilaranum að neðan. Spurningin um ráðherra okkar er borin upp eftir um fjóra og hálfa mínútu.
Alþingi Tengdar fréttir „Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47 "Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47
"Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32