Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma 29. maí 2015 09:30 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu „spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. Kosið verður á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein í dag. Kosningin hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Sjö embættismenn FIFA voru meðal þeirra sem voru handteknir í fyrradag en þeir eru ákærðir fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Áralangar sögusagnir um spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins eru ekki lengur sögusagnir heldur hafa bandarísk yfirvöld nú sannanir fyrir áratuga langri spillingu. Sepp Blatter hreinsar sig af öllum þessum málum í hverri ræðunni á fætur annarri og í opnunarræðu sinni í dag þá talaði um það af hverju handtökunnar hafi verið gerðar á þessum tíma.Vill ekki nota orðið tilviljun „Það er ekki gott að þetta komi fram aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar. Ég vil ekki nota orðið tilviljun en ég set spurningarmerkið við að þetta hafi komið fram á þessum tíma. Þetta kallar á útskýringar á hvar ábyrgðin liggur og við þurfum að skoða allt innvið sambandsins," sagði Sepp Blatter og hélt áfram að tala um að hann gæti ekki fylgst með öllum innan FIFA. „Það eru tímamót í fótboltanum núna og við þurfum að standa öll saman og horfa til framtíðar," sagði Blatter í ræðunni. „Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þessir atburðir hafa varpað skugga yfir bæði FIFA og ársþingið. Reynum nú að rífa okkur upp létta andann," sagði Blatter. „Við getum ekki leyft mönnum að draga orðspor FIFA í gegnum svaðið. Það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir þessu en ekki allt sambandið," sagði Blatter.Michel Platini.Vísir/GettyVar hann að skjóta á Bandaríkjamenn og Englendinga? Blatter talaði líka aðeins um þá ákvörðun FIFA að Rússar og Katarmenn fái að halda tvær næstu heimsmeistarakeppnir. „Ef að nöfn einhverra tveggja annarra landa hefðu komið upp úr umslaginu þá er ég viss um að þessi vandræði væru ekki hjá okkur í dag," sagði Blatter og er um leið að ýja að því að Englendingar og Bandaríkjamenn séu þarna í hefndaraðgerðum eftir að hafa misst af þessum tveimur heimsmeistarakeppnum.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01